Réttur - 01.02.1928, Blaðsíða 79
Rj ettur]
FRÁ ÓBÝGÐUM
81
í fyrri kafla greinar þessarar er getið hinna merkustu
fræðimanna, sem um Kjöl hafa fariö. í ritum þeirra flestra
er lítið eitt sagt frá því svæði, sem næst liggur Kjalvegi,
en allar eru frásagnirnar ónákvæmar og sumstaðar rang-
ar. Helst er þar getið örnefna og landslags, en um jarð-
fræði og líffræði er lítið sem ekkert.
Vatnahjallaveg eða Eyfirðingaveg hafa og ýmsir fræði-
menn farið, en ekki er meiri fróðleikur um Eyvindarstaða-
heiði í ritgerðum þeirra en hinna, sem farið hafa Kjalveg.
Eggcrt Ólafsson og Bjarni Pálsson viltust á Kili fyrsta
sumarið, er þeir ferðuðust. Lentu þeir austur með Hofsjökli
og komust um síðir ofan í Eyjafjörð, eftir mikla hrakn-
inga. Sumarið 1757 fóru þeir aftur Vatnahjallaveg. Á upp-
drætti þeirra félaga er auðséð, að þeir hafa lítil kynni haft
af heiðinni, og í ferðabók þeirra er fátt frá henni sagt.
Ebenezer Hendcrson fór austur Vatnahjallaveg sumariö
1814. Lýsir hann'ferðinni nokkuð, en á frásögn hans er
þó heldur lítið að græða.
Árið 1860 fór hinn svonefndi Fox-leiðangur vestur
Vatnahjallaveg. Hefir Th. v. Zeilau ritað um ferðina. Hann
getur nokkurra staða á Eyvindarstaðaheiði.
Þorvaldur Thoroddsen ferðaðist minna um Eyvindar-
staðaheiði en flest önnur svæði á hálendi íslands. Sumar-
ið 1896 fór hann allvíða um Hofsafrétt. Síðan hélt hann
vestur á Eyvindarstaðaheiöi. Hann lagði af stað frá Orra-
vatnarústum árla dags þann 3. ágúst. Eftir 5 stunda ferð
kom hann að Vestari-Jökulsá »litlu fyrir neðan ánnót kvísl-
anna«. Frá Jökulsá fór hann síðan norðvestur yfir »Hraun-
in« og kom eftir 4 stunda ferð að Svartá í Húnavatnssýslu
fyrir sunnan Buga. Næsta dag hélt liann svo niður í
Buga og austur Litlasand að Gilhaga. Þorvaldur segir lítið
eitt frá »Hraununum«, en frásögnin er stutt og ónákvæm.
ÖII frásaga hans af Eyvindarstaðaheiði tekur ekki yfir
meira en rúmlega hálfa blaðsíðu í ferðasögu hans. (Ferða-
bók, IV. bd., 54. bls.).
6