Réttur - 01.02.1928, Page 89
Rjettur]
GALDRA-LOFTUR
91
ofurhugann og kynjamanninn í Hólaskóla greypir ekki í
skjótri svipan í hug þér seinfyrnda lífmynd sem Eyvindur.
En ekkert rit Jóhanns sveigir, örvar eða öllu heldur kúgar
til slíkrar íhugunar á mannlegu eðli og drengskapar-
hugsjónum mannanna sem Galdra-Loftur. Skáldið skil-
ur þar við heyrendur og lesendur með spurning í hug
og á vör. Sú spurning læsir oddhvössum klóm í við-
kvæmar taugar og sleppir ekki tökum, fyrr en henni- hefir
verið að nokkru svarað. Þær eru ekki beztu þroskagjafar,
þær bækur, sem hugsa að öllu fyrir oss, ekki fremur en
þeir eru beztir kennarar, sem nemöndum auðvelda námið
mest, spara þeim erfiði og áreynslu. Vænlegastar til
þroska eru þær bækur, sem reka oss til að hugsa sjálfa,
rannsaka sjálfa, kynda í oss mesta skilnings-ástríðu.
Pyngsta gáta mannlegs lífs er lífið sjálft. Mikil skáldrit
eru myndir af mannlegu lífi, sköpum og skaphöfnum,
ástríðum og ósigrum og einkum af orsaka-bandinu mikla
og marg-flókna milli eðlis vors alls, andlegs og dreng-
skaparlegs, annars vegar, og örlaga vorra og afreka á
hólmi lífsins hins vegar. En af því leiðir aftur, að sum
hin allra mestu skáldrit eru gátur, erfiðar viðfangs, að
nokkru óráðandi, þótt þau bóka bezt skerpi skilning vorn
á sjálfum oss, kjörum vorum og baráttu. Sú er gáta
Galdra-Lofts, að hann er gáta, sem aldrei verður leyst.
Að leyndasta leyndardómi hans fáum vér aldrei komizt.
Að minni hyggju gefur skáldið, í líking eða skáldmynd,
óskiljanleik hans í skyn í lok 1. þáttar, er hann í hug-
anum flýgur með Dísu að óskabrunninum og nefnir
steinana, sem dansa í honum og hoppa þar upp úr
vatninu. — — »En þú sérð ekki sjálfan óskasteininn«,
segir hann, »því hann liggur á botninum, og hann tekur
aldrei þátt í dansinum. En hvítur bjarminn af honum
Ijómar upp úr vatninu«. Víst má kalla slíkan skilning á
þessari lýsing á óskasteininum hugarburð*. En hitt er
* Aðrar skýringar eru og vel hugsanlegar. Og eigi væri sá skiln-