Réttur - 01.02.1928, Side 96
98
GALDRA-LOFTUR
[Rjettui'
Jóhann til að gera sjónleik um Oaldra-Loft. Og ekki er
torfundið, hvers vegna þessi þjóðsaga varð skáldinu að
yrkisefni.
Ein var sú tegund mannlegrar eigingirni, er Jóhann
Sigurjónsson hafði hvassan skilning á: Valda- og drotn-
margirni var sérgrein hans. Höfuðeinkenni Galdra-Lofts
er valdagirni, sem brátt verða rök leidd að. Pað liggur
við, að kalla megi Jóhann skáld mannlegrar valdagirni,
þótt bezt hafi honum tekizt að lýsa mannlegum ástum
og hlutskifti þeirna hér á jörðu.
í öllum ritum sínum — nema Dr. Rung — sýnir Jó-
hann drotnunar- og valdagirni, lýsir að nokkru valda-
gjörnum mönnum. Sveinungi (í »Bóndanum í Hrauni«)
er manngerð ráðríkin. Stórbóndinn á Hrauni er sú hetjan
í þeim leik, er skáldinu hefir bezt hepnast. Höfundur er
honum þaulkunnugur. Drotnunargirni er sálin í Birni
hreppstjóra (í Fjalla Eyvindi). »Jeg kender din Magtsyge*,
segir Halla við þennan mág sinn í dönsku útgáfunni.
Hann »vill hafa hönd í bagga við hver einustu hrossa-
kaup í sveitinni«, Höllu mágkonu sína hatar hann, af
því að hann getur ekki hnoðað hana »eins og deig milli
handanna«, og af því að hún losaði bónda sinn undan
yfirráðum hans og »handarkrika«. Og »Lyga-Mörður«
Jóhanns fjallar um valdabaráttu. Skarphéðni leikur öfund
á veg og völdum Höskulds. Rví lætur hann til leiðast að
vinna á honum niðingsverk. Valdagirni, meidd og mædd, er
undiraldan undir undirhyggju og rógi Lyga-Marðar. Hann
hatar Njál, af því að honum finst hann naga undan sér
völd og manna-forráð. »Pú veizt, hvað það er, að þrá
völd, sem þú hefir aldrei átt«, segir Mörður við Skarp-
héðin. Og hann bætir við: »Men har du nogensinde
ejet Magten og raabt paa den med aabne Öjne, da den
gik forbi dig í Lygegyldighed«? Svo er að sjá, sem skáldið
gruni Njál um ráðríki. Mörður segir við Skarphéðin um
Njál, að hann unni að eins sjálfs sín vilja (»kun elskede
sin egen Vilje«). Pað er einmitt eitt einkenni drotnunar-