Réttur - 01.02.1928, Blaðsíða 112
114
GALDRA-LOFTUR
[Rjettuv
síns á samúð með öðrum mönnum og á kærleiksþeli í
þeirra garð. Er hvorttveggja, að einræningsháttur Lofts
fær ekki samþýðst umhyggju um annarra velfarnað, enda
er einangrun hans ekki lagið að glæða svo dýra dygð.
En Loftur ér ekki undinn úr einum streng. Hann er breyti-
legur, valdalöngun hans breytist. Pvf er erfitt að átta sig
á honum. Sumir, bæði innan lands og utan, skilja svo, að
hann sækist eftir valdinu til að beita því í þarfir hins
góða. Sá skilningur styðst við nokkur rök. Hann ráðgerir,
með fram og annað veifið, að minsta kosti, að neyta því
til góðs. Annars er þetta atriði harla óljóst, of óljóst.
En þótt Loftur sé eigingjarn, er hann ekki eintóm ill-
menskan. Pótt hann brjóti hræðilega boðorð mannlegrar
samvizku, fer fjarri, að hann sé samvizkulaus. »Eg er
brotasilfur, molar af illu og góðu«, segir hann. Loftur
er tvíeðlis maður, sem Sigurður Nordal myndi að orði
kveða. Pað veiklar hann og tvístrar orku hans í baráttu
fyrir valdinu, að í sjálfum honum er samtímis háð stríðið
mikla milli góðs og ills. Hann sér ekki aðeins með aug-
um dómgreindar og skynsemi muninn mikla á illu og
góðu. í hjarta sér finnur hann til sliks meginmunar.
Annaðhvort hlýtur jafn-ástríðu-fullur maður sem Loftur
að kenna samvizkubits æsilega, óþolanlega, eða kenna
þess alls ekki. Dularfylsta fyrirbrigði mannlegrar sálar og
jafn-framt eitt hið mikilvægasta þeirra allra eru þau hegn-
ingarlög, sem letruð eru í flestra hjörtu og sjálf fram-
kvæma þar sjálfra sín ákvæði. Slík hegningarlög eru
stórum stöfum letruð í hjarta Galdra-Lofts. Barátta góðu
og illu molanna í sjálfum honum tryllir hann, sprengir
hann allan i sundur. Sökum ósigurs góðu molanna í
baráttu við illu molana öðlast hann ekki »valdið«.
Hegningarlögin í sjálfs hans hjarta dæma hann dauða-
sekan og taka hann af lífi. Sú er skýringin á ósigri hans
og aldurlokum.
Athugum gerr sálarstríð hans, úrslit þess og sögu.
Ilt og gott á siðferðilega vísu er eitt helzta umhugs-