Réttur - 01.02.1928, Side 125
Rjettur]
RITSJÁ
127
skyldu hans er ekki rétt honum upp í hendurnar og ekki er
honum hossað upp í tignarstöður mannfélagsins. — Hann er
verkamaður. — Hann verður að vinna fyrir sér og sínum. Til
þess verður hann að vera sívinnandi, á sjó og landi og ferðast
landshornanna á milli, eftir því sem atvinnuvonin rekur hann.
Það sem mest hefir einkent sögur Theodórs, er vonleysið um
að nokkurntíma muni rætast úr örvæntingarmyrkri því,' sem
þjóðin og píndur verkalýður hefir við að búa. Sögur hans bera
vott um heita tilfinningu með alþýðunni og þrá eftir því að eitt-
hvað geti rofað til, svo kjör smælingjanna bötnuðu.
Stéttabaráttan hefir ekki komið nægilega frarn í þeim og ó-
trú hans á því, að verkalýðurinn hefði nokkurntíma þann sam-
takamátt í sér fólginn, að hann gæti á þeim grundvelli bygt upp
nýtt skipulag sér til blessunar og hamingju, hefir verið mest
ráðandi lijá honum að þessu. En í þessari síðustu sögu hans fer
að rofa til, og er mun bjartar yfir henni en hinum fyrri. Þar
eygir höf. leið út úr ógöngunum, sem er samtök þeirra sem eru
kúgaðir og' sameining í stéttafélög til baráttu gegn sameigin-
legum óvini — auðvaldinu.
Vonandi er, að höf. haldi áfram í þeim anda og sýni í næstu
sögum sínum þróttmikinn, samtaka verkalýð, samanþjappaðan
í stéttafélög sín, með úrlausn vandamálanna í hendi sér. —
»Líf og blóð« heitir nýjasta sagan hans, og er hún snildarleg
lýsing á lífi fátækra verkamanna í ýmsum smábæjum þessa
lands, þar sem harðdrægir peningamenn hafa sogið fátækling-
ana, eig'i einasta að hverjum éyri, heldur einnig drepið niður
hjá þeim hverja tilraun til þess að hafa sig upp úr eymdar-
feninu. Þeir iiafa litið á sig sem nokkurskonar eigendur þeirra
og einvaldsherra á staðnum. Lýsir hann slíkum mönnum snild-
arvel í Brandi kaupmanni, ráðríkum ofstopamanni, sem hefir
rakað saman fé á sveita annara. Menn líkir honum hafa margir
verið til og eru enn, og eru þeir állir sannkallaðir brandar sinn-
ar tíöar, — því það eru einmitt þesskonar rnenn, sem með harð-
neskju og harðdrægni sinni, vekja verkalýðinn til umhugsunar
um samtök og samstarf.
Sá einn, sem lifað hefir meðal fátæklinganna, getur lýst lífi
þeirra svo vel, sem höf. gerir. Sálarkvalir Sigríðar eru átakan-
legar, — þar, sem hún situr grátandi með barn sitt á brjósti;
grátandi af því hún getur ekki veitt því lífsnæringu, sökum
skorts og eymdar hennar sjálfrar. — Þær eru margar, Sigríð-
arnar, sem þannig er ástatt fyrir.
Hallgrímur, maðui' Sigríðar er gáfaður, stórhuga hugsjóna-