Réttur


Réttur - 01.01.1944, Page 7

Réttur - 01.01.1944, Page 7
R É T T U R 11 Sendiráð Bandaríkja Norður-Ameríku Reykjavík, 20. ág. 1942. Herra ráðherra. Með skírskotun til álitsgjörðar yðar, herra ráðherra, sem mér var afhent 8. ág. 1942, leyfi ég mér, samkvæmt fyrirmælum ríkisstjórn- ar minnar, að selja fram hér að neðan athugasemdir ríkisstjórnar Bandaríkja Norður-Ameríku við efni álitsgjörðar yðar. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur athugað gaumgæfilega álits- gjörðina, sem lýsir sjónarmiði íslands, að því er varðar einhliða uppsögn í náinni framtíð á sambandslagasamningnum milli íslands og Danmerkur og sambandi því, sem byggist á honum. Ríkisstjórn Bandaríkjanna viðurkennir, að ógilding samningsins og samhandsins og hinar fyrirhuguðu breytingar á grundvallarat- riðum í stjórnarfari Islands, sé mál, sem íslenzka þjóðin ein ætti á friðartímum að taka ákvörðun um, eftir óskum sínum og þörfum. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ekki minnstu löngun til þess að skerða á nokkurn hátt athafnafrelsi íslenzku þjóðarinnar í þessu máli, en það er hinsvegar ósk Bandaríkjastjórnar, að á þessum erf- iðu tímum sé ekkert það aðhafzt, sem kynni að hafa óheppileg áhrif á hernaðarátök hinna sameinuðu þjóða. en undir árangri þeirra er svo mjög komið frelsi og framtíðarvelferð, ekki einasta Bandaríkj- anna og íslands, heldur og annarra þjóða. Það er skoðun Banda- ríkjastjórnar, að sameiginlegir hagsmunir í góðum árangri af hern- aðaraðgerðum hinna sameinuðu þjóða sé bezt tryggðir með því, að óbreytt ástand (status quo) sé nú látið haldast á íslandi. Það að viðhalda óbreyttu ástandi mundi forða því að fram kæmu ásak- anir um að íslendingar hefðu notað sér ólán Danmerkur, sem og koma í veg fyrir þá fölsku ásökun, að Bandaríkjastjórn hefði notað sér hérveru Bandaríkjahers og ástandið í Danmörku til þess að greiða fyrir sambandsslilum. Stjórn yðar og mín stjórn vila það báðar, að Bandaríkin eru á engan hátt riðin við hinar fyrirhuguðu aðgerðir íslendinga í sjálf- stæðismálinu, en öxulríkin mundu telja öðrum þjóðum og stjórnum trú um, að Bandaríkin ættu þar upptökin. Af framansögðum ástæðum v-ill Bandaríkjastjórn endurtaka þá

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.