Réttur


Réttur - 01.01.1944, Side 9

Réttur - 01.01.1944, Side 9
R É T T U R 13 ar, að stofna lýðveldi á íslandi og álítur eðlilegast að til þess yrði farin sú leið, að samþykkja fullmótaða stjórnarskrárbreytingu nú þegar, enda þótt gildistaka slíkrar lýðveldissljórnarskrár kynni að dragast enn um skamma stund. En þar sem ekki hefur náðst meiri- hlutafylgi við þessa leið, mun Sósíalistaflokkurinn greiða atkvæði með þeirri tillögu, er fyrir liggur, þar sem með henni er fyrri sam- þykkt Alþingis gefið stjórnlagagildi o'g eftir er aðeins að kveða á um formsatriði og gildistöku stjórnarskrárbreytingarinnar og getur því ekki talizt, að með þessum hætti sé gefið neitt fordæmi um að komast hjá kosningum, þegar stjórnarskrá er breytt.“ Milliþinganefndin í stjórnarskrármálinu, er skipuð var vorið 1942, var stækkuð um haustið, þannig að í henni voru voru nú 8 manns, tveir frá hverjuin þingflokki. Tók sú nefnd nú til starfa. 7. apríl 1943 var undirskrifað samhljóða nefndarálit þar sem lagt var lil að lýðveldisstjórnarskráin gengi í gildi 17. júní 1944. Sumarið 1943 hófst áróður gegn því að lýðveldi yrði stofnað, nema áður liefði verið talað við konung, þannig að híða yrði með málið þar til eftir stríð. Forusta Alþýðuflokksins og Alþýðuhlaðið tók eindregna afstöðu gegn stjórnarskrárfrumvarpinu eins og það var frá nefndinni með ákvæðinu um 17. júní, þrátt fyrir samþykkt á þessu ákvæði. Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn og Sjálfstæð- isflokkurinn stóðu eindregnir að því að vilja samþykkja lýðveldis- stjórnarskrána á þingi á árinu 1943, en Framsóknarflokkurinn vildi bíða sem lengst, til þess að vita hvort hægt væri að fá Alþýðuflokk- inn með. Voru nokkur átök um þetta, því ýmsum þótti málinu stofnað í hættu, ef svo lengi væri dregið, sem Alþýðuflokkurinn krafðist þá. Var meirihluti þingmanna staðráðinn í að skiljast ekki svo við málið á haustþinginu 1943, að ekki væri tekin endanleg á- kvörðun urn hvenær lýðveldisstjórnarskráin yrði afgreidd. 1. nóv. 1943 lýsti ríkisstjórnin því yfir að hún myndi framkvæma

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.