Réttur


Réttur - 01.01.1944, Page 14

Réttur - 01.01.1944, Page 14
18 R É T T U R þessu, ef nefndirnar telja rétt að sinna framangreindri hugmynd minni, og ef þess yrði óskað. Eg skal aðeins geta þess nú, að ég geri ráð fyrir því að þjóðfundur geti hafa lokið störfum sínum fyrir lok maímánaðar næstkomandi. Reykjavík, 21. janúar 1944 Sveinn Björnsson (sign.) Urðu um bréf þetta allmiklar deilur. Höfðu andstæðingar lýð- veldisstjórnarskrárfrumvarpsins það mjög á lofti, einkum Alþýðu- hlaðið. 30. janúar birti lýðveldisnefnd, en það var samstarfsnefnd lýð- veldisflokkanna þriggja, svohljóðandi yfirlýsingu, er fram kom vegna ríkisstjórabréfsins: „Jafnskjótt sem ljóst varð, að samband Islands og Danmerkur mundi þá og þegar slitið og lýðveldi stofnað hér á landi, var tekið að íhuga, með hverjum hætti áformanir um þessi efni skyldu form- lega gerðar. Menn gerðu sér þess þegar grein, að þótt Alþingi eilt eða í samvinnu við ríkisstjórn kynni að neyðast til að gera hráða- hirgðaákvarðanir um þessi efni, þá bæri að skjóta þeim til fulln- aðarákvörðunar þjóðarinnar sjálfrar með einum eða öðrum hætti. Um brottfall sambandslaganna var frá upphafi ákveðið í þeim sjálfum, sbr. 2. mgr. 18. gr. laganna, að fyrst skyldi Alþingi gera um það sínar samþykklir en síðan skyldu þær bornar undir at- kvæði þeirra, sem atkvæðisrétt hafa við almennar kosningar lil löggjafarþings landsins. Ilver leið sem farin er um afnám sam- bandslaganna, er það samræmast eðli málsins, að þjóðin sjálf segi á þennan hátt með beinni atkvæðagreiðslu til um, hvort hún vilji láta sambandslögin gilda áfram eða eigi. Um þetta atriði hlýtur þó 2. mgr. 76. gr. stjskr. 1920, sbr. 2. mgr. 75. gr. núgildandi stjskr., að skera úr, en þar segir: „Nú sam- þykkir Alþingi breyting á sambandslögum íslands og Danmerkur, og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.