Réttur - 01.01.1944, Side 20
24
R É T T U R
4. maí barst syohljóðandi boöskapur frá Kristjáni konungi 10.:
„I tilefni af þeim lilkynningum, sem komið hafa frá Islandi um á-
lyktanir Alþingis og ríkisstjórnarinnar viðvíkjandi breytingu á
stjórnarforminu, óskum Vér að eftirfarandi boðskapur sé birtur
ríkisstjórn íslands og þjóð.
Alla stjórnartíð Vora hefur það stöðugt verið viðleitni Vor að
efla velgengni hinnar íslenzku þjóðar, og k þessum árum, þegar
styrjaldarviðburðirnir hafa svo djúptæk áhrif á líf þjóðanna, höf-
um Vér reynt að fylgjast með þróuninni á íslandi og nákvæmlega
íhugað afstöðu Vora lil íslenzku þjóðarinnar um leið og Vér jafn-
framt höfum einnig haft fyrir augurn það, sem mætti verða til
hagsmuna fyrir ríkið sem norrænt ríki. Þeim næmleika fyrir ósk-
um þjóðarinnar, sem ævinlega hefur komið fram hjá Oss gagnvart
Alþingi íslands og stjórn, mun að sjálfsögðu svo miklu fremur
mega gera ráð fyrir í úrslitamálum fyrir örlög landsins í framtíð-
inni. Vér hljótum samt sem áður á Vora hlið að hafa heimild til
að ala þá von, að ákvaröanir um það framtíðarstjórnarform, sem
sker í sundur að fullu bandið milli íslenzku jjjóðarinnar og kon-
ungs hennar, verði ekki látnar komast í framkvæmd á meðan bæði
ísland og Danmörk eru hernumin af útlendum veldum. Og Vér höf-
um þá öruggu sannfæringu, að ef þetta færi fram, myndi það vera
miður farsælt fyrir hið góða hræðralag milli þessara tveggja nor-
rænu ríkja sem liggur Oss svo mjög á hjarta. Vér óskum þessvegna,
að áður en úrslitaákvörðun verður tekin, verði ríkisstjórn íslands og
þjóðinni tilkynnt, að Vér gelum ekki á meðan núverandi ástand
varir viðurkennt þá breytingu á stjórnarforminu sem Alþingi Is-
lands og ríkisstjórn hafa ákveðið án samningaviðræðna við Oss.
Gefið í höll Vorri Sorgenfrí, 2. maí 1944.
Christian R.“
5. maí var fregnin um hoðskap þennan hirt og samtímis hirtu
þingflokkarnir allir og ríkisstjórn svohljóðandi yfirlýsingu:
„Það er réttur íslenzku þjóðarinnar sjálfrar og hennar einnar