Réttur


Réttur - 01.01.1944, Page 21

Réttur - 01.01.1944, Page 21
RÉTTUR 25 að taka ákvarðanir um stjórnarform silt. Alþingi og ríkisstjórn hafa lagt til við þjóðina, að Island verði gert að lýðvekli, svo sem hugur íslendinga hefur um langan aldur staðið til. Ríkisstjórn og stjórn- málaflokkarnir eru sammálá um, að fregnin um boðskap konungs geti engu breytt um afstöðu þeirra lil stofnunar lýðveldis á íslandi og skora á landsmenn alla að greiða atkvæði um lýðveldisstjórnar- skrána svo að eigi verði villzt um vilja Islendinga.“ Boðskapurinn og einhuga svar þingflokka og stjórnar varð til að auka áhuga þjóðarinnar. 20.—23. maí sagði þjóðin svo sitt orð. Hún hafði tekið mál sitl í sínar traustu hendur og leiddi það lil fulls sigurs, eftir að Alþingi hafði með festu lialdið á því og vísað öllum töfum á hug. 69.433 kjósendur guldu já-atkvæði við stofnun lýðveldisins, eða 95,04% kjósenda, er kjörstað sóttu, en 98,60% kjósenda lkifðu tek- ið þátt í atkvæðagreiðslunni. 16. j úní ákvað Alþingi einróma gildistökudaginn: 17. júní, er forseti lýsti yfir gildistöku á þingfundi að Lögbergi. 17. júní fór hinn sögulegi athurður fram. Viljayfirlýsing Alþingis frá 17. maí 1941 var framkvæmd í sam- ræmi við yfirlýstan, eindreginn þjóðarvilja. Takmarkinu í aldalangri stjórnfrelsisbaráttu Islendinga var náð.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.