Réttur


Réttur - 01.01.1944, Side 23

Réttur - 01.01.1944, Side 23
R E T T U R 27 Harin fór að hlutnum sem vörðurinn henti og tók hann upp, — það var kaðalspotti. Væri ekki hægt að éta kaðal, vel steiktan? Væn sneið af steiktu kjöti, vatnsperlur myndast á vínflöskunum, anis- og mintdrykkir að kvöldlagi, undir trjánum! Hvað hafði hann fengið oft að borða síð- an hann kom hingað? Hungrið greip hann annað veifið eins og ógeðshviður. , „Rekja. . . . “ Honum kom í hug að hann sliti nöglunum á því að rekja sundur kaðalinn og hugsaði um að sjálfsmorðið kynni að snúa aftur og sækja hráðina sem það missti. Málmhljóðið af hurðarskellum kom hvað í annað og virtist síhækkandi vegna hinnar jrungu þagnar, — verðirnir voru sjálfsagt að úthluta kaðalspottum. Skyldi sjálfsmorðs- löngunin koma með kaðalspottunum inn í alla klefana, á tilteknum tíma, samtímis til nær allra, eins og örvæntingin og auðmýkingin, sem kom einnig með vissu millibili. Skyldu ekki öldur brjálæðisins, sem höfðu skollið yfir Kassner, draga félaga lians inn í hringiðuna, j^rýsta þeim dýpra og dýpra, fjær og fjær þeim sjálfum sem mennsk- um mönnum? Þrifu þeir ekki kaðalspottann, misstu þeir ekki vitið með þennan nazistaspotta, er þeir urðu þess varir, að eina frelsisvon þeirra var uppvís, — að þeir höfðu verið firrtir dauða eins og þeir höfðu verið firrtir lífi? .... Margir höfðu verið lengur í klefa en hann, og svo þeir kornungu, og þeir veiku. . . . í hverjum klefa var kaðalspolli, og Kassner gat ekki aðhafzt annað og meira en banka í vegginn. Högg eftir högg. Hann þorði varla að hlusla. En væri hann með réltu ráði, var einhver að svara. Sömu megin og síðast. Hann hlust- aði af áhuga, en kveið því jafnframt að dumpið liætti. Eitt sinn þóttist hann heyra fótatak varðarins en það var misheyrn. Sjálf von- in gat orðið þjáning. Með dæmalausri þolinmæði, þolinmæði fanga, byrjaði höndin ósýnilega á ný: Fimm; tveir; tveir, sex; níu; tíu; einn, fjórir; einn, fjórir; tveir, sex; níu. Níu var aðgreint frá tíu með lengri þögn en sex frá tveimur.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.