Réttur - 01.01.1944, Síða 26
30
RÉTTUR
Fögnuður altók hann, svo hann vissi varla til sín. Hann hélt niðri
í sér andanum svo honum lá við köfnun, og ósjálfrátt kleip hann sig
í lærin af öllum kröftum. Hann kom þó til sjálfs sín, því nýtt hljóð
blandaðist bánkinu, vörðurinn nálgaðist; hægan, rólega, kæruleys-
islega, kannski hálflamaður af leiðindum sem lagði út um hinar
lokuðú klefadyr, sjálfur fangi um stundarsakir meðal fanga sem
ekki var sleppt nema út í vitfirringu eða dauða.
Einn, tveir, þrír, fjórir. . . .
Auðvitað hlaut Kassner að heyra hankið betur en vörðurinn úti á
ganginum. Fimm, sex. . . . En vörðurinn nálgaðist og hlaut að fara
að heyra það líka. ... Sjö. . . . Fótatakið kom nær og drundi í eyr-
um Kassners. Átta, níu. .. . Ef vörðurinn heyrði það, yrði fanginn,
sem bankaði ekki einungis barinn eða sendur í uppreistu líkkisturn-
ar, klefana þar sem fanginn gat ekki lagzt út af, heldur yrði upp-
víst um dulmálið. Og Kassner fannst hann vera sekur, eins og það
væri vegna fáfræði hans og klaufaskapar að maðurinn, sem með
þrotlausri þolinmæði hafði reynt að verða honum að liði, yrði lokk-
aður í gildru. Tíu... . Hann var milli bánksins og fótataksins, sem
var nú fast hjá. . . . Ef stafrófið væri það sem hann hélt, hvernig
átti þá að hanka varaðu þig — stafina A, C. . . .1 Hann taldi á fingr-
um sér, byrjaði á F. Það var yfir 20. . . .
Hann kreppti hnefann, en skildi strax að það mundi ekki heyrast,
ef hann berði þannig, og beygði fingurinn. . . .
Flinn var hættur að bánka.
Hafði hann líka heyrt til varðarins? Sennilega, eins og Kassner
hlaut hann að hlusta af mætti eftir hverju hljóði. Vörðurinn virtist
fara framhjá með nokkurnveginn vissu millibili. í hinni algjöru
þögn, sem þá gat orðið rofin hvenær sem væri af nýju bánki frá
hinum klefanum, nálgaðist fótatakið hægt og hægt. Kassner fylgdist
með skrefunum, viðbúinn, samanhnipraður í herðum, eins og hann
ætlaði að hrinda frá sér hverjum vott að nýjum skilaboðum, öll ver-
und hans spennt af brjálæðislegri viljabeiLingil, eins og hann vildi
dáleiða fangafélaga sinn til að láta ekki á sér bæra.
Fótatakið færðist fjær.
1) Achtung.