Réttur


Réttur - 01.01.1944, Blaðsíða 26

Réttur - 01.01.1944, Blaðsíða 26
30 RÉTTUR Fögnuður altók hann, svo hann vissi varla til sín. Hann hélt niðri í sér andanum svo honum lá við köfnun, og ósjálfrátt kleip hann sig í lærin af öllum kröftum. Hann kom þó til sjálfs sín, því nýtt hljóð blandaðist bánkinu, vörðurinn nálgaðist; hægan, rólega, kæruleys- islega, kannski hálflamaður af leiðindum sem lagði út um hinar lokuðú klefadyr, sjálfur fangi um stundarsakir meðal fanga sem ekki var sleppt nema út í vitfirringu eða dauða. Einn, tveir, þrír, fjórir. . . . Auðvitað hlaut Kassner að heyra hankið betur en vörðurinn úti á ganginum. Fimm, sex. . . . En vörðurinn nálgaðist og hlaut að fara að heyra það líka. ... Sjö. . . . Fótatakið kom nær og drundi í eyr- um Kassners. Átta, níu. .. . Ef vörðurinn heyrði það, yrði fanginn, sem bankaði ekki einungis barinn eða sendur í uppreistu líkkisturn- ar, klefana þar sem fanginn gat ekki lagzt út af, heldur yrði upp- víst um dulmálið. Og Kassner fannst hann vera sekur, eins og það væri vegna fáfræði hans og klaufaskapar að maðurinn, sem með þrotlausri þolinmæði hafði reynt að verða honum að liði, yrði lokk- aður í gildru. Tíu... . Hann var milli bánksins og fótataksins, sem var nú fast hjá. . . . Ef stafrófið væri það sem hann hélt, hvernig átti þá að hanka varaðu þig — stafina A, C. . . .1 Hann taldi á fingr- um sér, byrjaði á F. Það var yfir 20. . . . Hann kreppti hnefann, en skildi strax að það mundi ekki heyrast, ef hann berði þannig, og beygði fingurinn. . . . Flinn var hættur að bánka. Hafði hann líka heyrt til varðarins? Sennilega, eins og Kassner hlaut hann að hlusta af mætti eftir hverju hljóði. Vörðurinn virtist fara framhjá með nokkurnveginn vissu millibili. í hinni algjöru þögn, sem þá gat orðið rofin hvenær sem væri af nýju bánki frá hinum klefanum, nálgaðist fótatakið hægt og hægt. Kassner fylgdist með skrefunum, viðbúinn, samanhnipraður í herðum, eins og hann ætlaði að hrinda frá sér hverjum vott að nýjum skilaboðum, öll ver- und hans spennt af brjálæðislegri viljabeiLingil, eins og hann vildi dáleiða fangafélaga sinn til að láta ekki á sér bæra. Fótatakið færðist fjær. 1) Achtung.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.