Réttur


Réttur - 01.01.1944, Side 28

Réttur - 01.01.1944, Side 28
32 R É T T U K hans bánka (hann naiði gert meira að því en Kassner), annars hefðu þeir beðið til að heyra hver svaraði, og væru komnir. . . . En þeir kornu ekki. Einveran umlukti hann á ný. Sviptur bróður sínum eins og hann hafði áður verið sviptur draumum og vonum, beið Kassner í þögninni sem lá yfir óskum hundraða manna í þess- ari svörtu mauraborg. En hann varð að tala yfir þeim, eins þó að þeir fengju aldrei að heyra ræðuna. „Félagar í myrkrinu kringum mig. .. .“ 1 eins margar klukkustundir, eins marga daga og þurfti, ætlaði hann að undirbúa það sem hægt var að segja í myrkrinu. . . . Fjórði kajli „Síðan hef ég ekki reiður á tímanum — myrkrastundirnar renna ein í aðra. Hvað sem því líður, hálfum mánuði áður en ég var hand- tekinn var ég í París — á fundi fyrir fangana í Þýzkalandi. Tugir þúsunda af félögum okkar, standandi. I aðalsalnunt, á fremstu bekkj- unum, er teknir voru frá handa blindingjum, sátu þeir og sungu, al- teknir af byllingasöngvunum sem hljómuðu um alla salina, sungu með hinum átakanlegu handahreyfingum blindra manna. Okkar vegna. Vegna þess að við erum hér fangelsaðir. Ég sá líkama Leníns, í gömlu aðalshöllinni. Höfuð hans var í stærra lagi fannst mér. Þegar ekkja Leníns kom, og hún minnti mann einmitt á gamla kennslukonu, fundum við að hin dýpsta þögn gelur orðið enn dýpri. Það varð löng bið. Angist. Og hún fann að við vor- um með henni, einnig í dauðanum. Og með þeirri hljómlitlu röddu, sem maður kemur upp við slík tækifæri, eins og þið þekkið, sagði hún aðeins — og enginn okkar bjóst við þeim orðum frá þessum gamla, þrautreynda kommúnista: Félagar, Vladímir Ujits elskaði alþýðuna. . . .“ Þið, kínversku félagar grafnir lifandi, rússnesku vinir mínir með augun útslungin, þýzku vinirnir mínir allt í kringum mig með kaðl- ana ykkar, þú i næsta klefanum, sem kannski hefur verið barinn til dauðs, — það sem ég kalla ást, er bandið, sem tengir okkur alla. Ég veit hve mikinn styrk þarf til þess að vinna gott verk sem um 0

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.