Réttur


Réttur - 01.01.1944, Qupperneq 32

Réttur - 01.01.1944, Qupperneq 32
36 RÉTTUR umbúðum, og fanginn þóttist þekkja í honum axlabönd sín. Annar yfirfrakkinn opnaði böggulinn. „Vindlingakveikjara og dós með likkorís vantar.“ „Það er vafið inn í vasaklútinn,“ sagði nazistinn. Mennirnir tveir leiddu hnjótandi fangann út að bíl. Ilann gat ekki stillt sig um að horfa upp í himininn, hann rak fæturna í hverja ójöfnu og lenti út af gangstéttinni. Þeir settust sinn hvoru megin við hann og bíllinn ók tafarlaust af stað. „Loksins,“ sagði annar yfirfrakkinn. Kassner ætlaði ekki að geta stillt sig um að svara, enda þótt fylgd- armenn hans væru sýnilega gestapomenn. í tærri dagsbirtunni var eitthvað meir en lítið óraunverulegt við þennan hnellna mann, sem talað hafði, með gishært yfirskeggið yfir skagandi framtönnum, þegar Kassner leit til hans var sem andlitsdrættirnir færðust úr lagi, yrðu að skopmynd. Hann líktist bæði rostungnum, sem Kassner hafði séð í Sjanghaj og feita Kínverjanum, sem hafði dýrið lil sýnis. Kassner vissi um þá ástríðu sína að finna í hverju andliti líkingu við eitthvert dýr, en þetta andlit var alveg sérstakt. „Jæja,“ sagði rostungurinn loks, „þá færðu að fara heim til mömmu.“ Hvaða „mamma“ skyldi það vera, hugsaði Kassner. En liann gat stillt sig um að spyrja, hvert þeir væru að fara með hann. Rostungurinn brosti, þögull og háðslegur, svo skein í framtenn- urnar, og handan við hann þutu framhjá akrar og haustleg tré. Kassner fannst að maðurinn hlyti að hafa talað með framtönnun- um en ekki munninum. „Þú ert farinn að hressast,“ sagði rostungurinn. Kassner var að raula — söng kaþólsku prestanna — en með fjör- ugu hljóðfalli, og tók loks eftir því sjálfur. Það var aðeins hugsun- in, sem skynjaði hættu, líkami hans var frjáls. Kannske mundi rost- ungurinn leysast upp, bíllinn hverfa og liann sjálfur sæti kyrr í . klefanum. Ef til vill var það sem hann heyrði marklaust með öllu, og orð og hugmyndir voru í þann veginn að ruglast saman við óljósu skyndimyndirnar af trjám og fjólubláum asters við vegar-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.