Réttur


Réttur - 01.01.1944, Side 33

Réttur - 01.01.1944, Side 33
R É TT U R 37 brúnina. Einhver hluti af Kassner var vakandi og á verði, en hann vissi engin takmörk veruleika og draums. „Hvað sem öðru líður,“ hélt roslungurinn áfram, „varstu heppinn að hann skyldi gefa sig fram.“ „Hver?“ „Kassner.“ Eins og mynd í kíki skýrist er maður stillir hann rétt, skildist andlit fylgdarmannsins frá öðrum hlutum. Kassner minntist snögg- lega rauðliðanna tveggja sem lágu gleiðir á jörðunni við útjaðar Síberíuþorps, — kynfæri þeirra höfðu verið kramin milli tveggja múrsteina, og þeir lágu þar dauðir, morandi af iðnum skorkvik- indum. „Hefur Kassner fundizt?“ „Hann játaði sjálfur.“ Þögn. „Þeir játa sitt af hverju hérna,“ sagði Kassner. „Það hefur þó ekki verið farið neilt illa með þig. Og það hafði ekki einu sinni verið danglað í þann þöngulhaus. Það er segja ekki fram að því að hann játaði. Með öðrum orðum, hann játaði af frjálsum vilja.“ Lögreglumaðurinn hnyklaði brýnnar. „Þeir vissu allir að við vorum að leita að Kassner. Og þeir vissu, að við myndum gera hvað sem þyrfti til þess að finna hann. Já — hvað sem þyrfti. Við vorum að byrja. En hann játaði.“ „Hvað sem þyrfti.... En ef þetta væri nú maður, sem vildi bjarga hinum.“ „Það er trúlegt! Kommúnisti! Eg hugsa að hann hafi ekki vitað hvernig hinum var refsað. En þegar hann fékk að vita að við værum að leita að honum, Jrá játaði hann. En Jm virðist vera hálf ruglaður af Jrví að koma út. .“ Hafði hann loksins orðið brjálaður. Þessi lági grái draumahim- inn, þessi rostungsmaður, J^essi titrandi heimur, sem virtist })á og J)egar ætla að leysast upp, Jjessi rúða sem speglaði skeggjað andlit er hann jjekkti ekki fyrir andlit sitt, og Jrað á Jjeirri stundu, er hann varð að tala um sjálfan sig eins og annan mann. . . .

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.