Réttur


Réttur - 01.01.1944, Page 45

Réttur - 01.01.1944, Page 45
RÉTTUR 49 er slík tillaga var borin fram af fulltrúum þriggja flokka, sem eiga samtals 42 þingmenn. Atvik þetta, sem sýndi greppatrýni fasisma og Finnagaldurs í allri sinni nekt, er alvarlegt hættumerki fyrir íslenzku þjóðina. Það er of seint að grípa um stjórnvölinn, eftir að siglt hefur verið beint í voðann. Sjálfstæðinu fylgir mikil ábyrgð og vandasöm sigling á sviði utanríkismála. ENN EINN MIKILVÆGUR SIGUR DAGSBRÚNAR í janúar sagði verkamannafélagið Dagsbrún upp samningum sín- um við atvinnurekendur. Var uppsögnin samþykkt með þorra at- kvæða. Helztu kröfur félagsins voru þessar: Grunnkaup í almennri dagvinnu hækki úr kr. 2.10 í kr. 2.50 og alvinnuöryggi daglauna- manna aukið nokkuð, með ákvæðuin um forgangsrétt þeirra verka- manna, sem lengst hafa unnið hjá sama atvinnurekanda. Auk þess ýmsar aðrar umbætur á sanmingnum verkamönnum í hag. Forsaga málsins er sú, að í sumar ákvað stjórn Dagsbrúnar að segja ekki upp samningum við atvinnurekendur, heldur leggja á- herzlu á að dýrtíðarvísitalan yrði leiðrétt. Lofaði ríkisstjórnin, að fenginni áskorun frá sljórnmálaflokkunum að láta endurskoða vísi- töluna. En hún var ekki leiðrétt. Nú rökstuddi Dagsbrún kröfur sínar meðal annars með því að vísitalan sé röng, að þegar eftir- vinna hverfur, nægi dagvinnukaupið ekki til að framfleyta fjöl- skyldu og að engar ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að tryggja stöðuga atvinnu í framtíðinni. 011 alþýða til sjávar og sveita fylgdist af miklum áhuga með bar- áttu Dagsbrúnar. Allir launþegar vita að vígstaða þeirra í hags- munabaráttunni fer eftir því, hversu sigursæl Dagsbrún er. Er skennnst að minnast bi'autryðjendastarfs Dagsbrúnar 1942. Jafn- framt er þetta beint hagsmunamál fyrir alla bændastétt landsins. Samkvæmt samkomulagi 6-manna nefndarinnar fá bændur því betra verð fyrir afurðir sínar, sem launatekjur verkamanna verða meiri. Ekki horfði friðlega milli Dagsbrúnar og atvinnurekenda um skeið. Málgögn atvinnurekenda höfðu æst sig upp í nokkuð fárán- 4

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.