Réttur - 01.01.1944, Page 58
>1
RITSJÁ
\____________j
Nokkrar erlendar bækur
í 1. hefti Réttar, 28. árg. var getið nokkurra erlendra bóka, er raér
höfðu borizt í hendur, og skal nú lítillega minnzt á nokkrar fleiri.
Maður heitir Eugene Victor Tarlé og er prófessor í sögu — og
hefur verið formaður sögurannsóknarstofnunarinnar í Leningrad
frá því 1927. Hann hefir samið mörg rit sögulegs efnis og má þar
m. a. nefna rit um stórveldatímabilið í Evrópu frá 1870—1919, rit
um hagrænan bakgrunn frönsku byltingarinnar og um sögu Ítalíu
o. fl. En aðalviðfangsefni lians var Napóleonstíminn — örlög Napó-
leons og áhrif.
NAPÓLEON BÓNAPARTE
heitir eitt rit hans um þetta tímabil og hefir verið þýtt á ensku. Er
þetta í.senn ævisaga Napóleons og meginþætlir úr sögu þess tímabils,
sem við hann er kennt.
Afstaða hinna ýmsu sagnfræðinga til Napóleons hefur verið ærið
ólík, bæði af mismunandi sögulegum skilningi þeirra, þjóðerni og
öðru þ. h. Hefur þar oft skipt í tvo horn. Napóleon hefur ýmist verið
hafinn til skýjanna í taumlausri og blindri aðdáun og örlög hans og
álirif notuð sem sönnun þess, hvernig mikilmennin sköpuðu söguna.
Hinsvegar hafa svo aðrir reynt að gera hlut hans sem verstan og lítið
séð í örlögum hans og afrekum nema takmarkalausa grimmd og
mikilmennskubrjálæði.
Aðferð Tarlé er allt önnur. Hann skýrir þróun og örlög Napóleons
með því að skilgreina hinn félagslega veruleika samtímans og sýna
fram á víxláhrifin milli hans og þessa þjóðhöfðingja.