Réttur


Réttur - 01.01.1944, Side 66

Réttur - 01.01.1944, Side 66
70 RÉTTUR fram á tveim vinnuvökum,á hinni þriðju var unnið að viðgerðum; aí þessu leiddi, að loftþrýstiborarnir störfuðu ekki nema í fimm eða sex stundir og voru ónotaðir það sem eftir var sólarhringsins. Hin nýja vinnuaðferð var á þá lund, að Stakanoff og tveir hjálpar- menn, er unnu með vélbor, gátu afkastað 102 tonnum á einni vinnu- vöku, sem stóð í fimm stundir og þrjá stundarfjórðunga, og síðar fengu þeir jafnvel afkastað enn meiru. Síðar meir var þessi endur- bætta vinnuaðferð tengd annarri; breytt var um vinnslu á lóðréttu kolalagi þannig, að dregið var úr áreynslu kolahöggsmannsins, en kolin ultu beint niður á rennibeltin og auðvelduðu því að koma frá kolunum í kolarofinu. Þessi árangur brautryðjandans (sem tekið var með nokkurri tor- tryggni jafnvel af verkamönnum í námu hans, að því er Stakanoff hermir) varð brátt til fyrirmyndar í öðrum iðngreinum, nærri því áður en unnizt hafði tími til að birta hann. Evdokía Vínogradova og nafna hennar og samverkamaður komu á nýrri skipan í starfi vinnuflokka við gæzlu á sjálfvirkum Northrupvefstólum, og þannig tókst að gæta 220 vefstóla með níu ólærðum aðstoðarmönnum. Fyr- ir þetta var hægt að auka svo vinnuafköst hvers verkamanns, að árangurinn var 50% hærri en hæstu afköst í Lancashire eða Nýja Englandi. í Skorokodskógerðinni í Leníngrad kvaðst Smetanín hafa farið fram úr hámarksafköstum Bataverksmiðjunnar í Tékkóslóva- kíu. Krívonosoff jók gufuorku og hraða eimlestar sinnar með því að draga úr ketilsteininum og einangra pípur og sívalninga og með öðrum smáendurbótum. María Demsenko í landbúnaöi (sykurrófna- rækt), verkamenn við háofna í Makajefka, verkamenn í niöursuðu- verksmiðjum og námumenn í Siberíu gengu í slóðina og náðu áþekkum árangri. í málmiðju Donetshéraðsins juku Jeremenko og Konenjeff framleiðslu raforkuháofna U])p í 44 og 48 tonn á dag, þeg- ar hámarkið var í Evrópu 38 tonn. Framleiðsla raftækja í traklora var aukin unz hún var 50% hærri, miöuð við vinnuafköst verka- manns, en í fremstu verksmiðjum Ameríku. í bifreiðaverksmiðjun- um í Gorkí var framleiðslutími bifreiðahurða minnkaður um 20%, en framleiðslutími hullustanga um 40%, samanborið við það, sem venja var í Fordverksmiðjunum í Ameríku. Gufukallaverksmiðja

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.