Réttur


Réttur - 01.01.1944, Side 81

Réttur - 01.01.1944, Side 81
R É T T U R 85 þá verður að endurskoða hið áætlaða framleiðslumagn, sem er grundvöllur ákvæðisgreiðslanna, á ári liverju um leið og fram- leiðslumagn vinnunnar eykst. Þetta varð einnig venja í Sovétríkj- unum þegar eftir 1930.1 2 Og þetta olli engum vandræðum á meðan aukning framleiðslumagnsins orsakaðist að mestu af nýjum véla- kosti ,og þó voru hér á margir erfiÖleikar, þegar þurfti að aðhæfa breytingarnar þannig, að hlutfallið raskaðist ekki milli verkalauna í sundurleitum störfum eða iöngreinum. En endurbætur þær, sem runnu frá Stakanoffhreyfingunni, skópu nýtt ástand og ollu þeim furðulegu afleiðingum að töluverð röskun varð bæði á áætluðum framleiðslukostnaði og fjárhagsáætluninni. Ekki hafði veriö gert ráð fyrir þessum endurbótum í áætlununum. Jafnvel þótt þær ættu óbeinlínis rót sína að rekja til nýrrar tækni, voru þær þó ekki beint runnar frá nýjum vélakosti, heldur frá frumkvæði og fram- takssemi verkamannanna sjálfra. Með hinum stighækkandi greiðslu- bálki ákvæðisvinnunnar hækkuðu laun Stakanoffa mjög verulega; og þegar hreyfingin breiddist út til fjölda verkamanna og orkaði á vinnuafköst meöalverkamanns, varð afleiðingin sú, að allsherjar- launin hækkuðu stórum úr því, sem ráðgert hafði verið, en hins- vegar lækkaði ekki framleiðslukostnaöur á eind hverja, heldur hækkaði hann. Margir Stakanoffar þrefölduðu eða jafnvel fjór- földuðu tekjur sínar á nokkrum mánuðum. Stakanoff, sem fyrrum hafði unnið sér fyrir 500 til 600 rúblum á mánuði, vann í septem- ber 1935 „1000 rúblur á 18 vinnuvökum,“ og aðrir félagar hans fengu 1000 til 1600 rúblur. Búsígin hafði áður haft í laun 300—350 rúblur, en hafði nú 1000 rúblur; Krívonoss hækkaði laun sín úr 400 rúblum upp í 900, Vínogradova sín laun úr 260 rúblum upp í 1200 rúblur,- m stund ríkti mikil óvissa með mönnum um það, 1 1 hálíopinberri skýrslu um ákvörðun fiamleiðslumælikvarðans segir, að eiulurskoða skuli mælikvarðann í hvcrt skipti sem teknisk hreyting verði á framleiðslunni, eða í hvert skipti sem mælikvarðinn verður úreltur eftir að nýjar vinnuaðferðir eru innleiddar, og því ætti endurskoðun að fara fram að minnsta kosti einu sinni á ári.“ (Sjá Hubbard, bls. 194). , 2 Sjá skýrslu fyrsta þings Stakanoffa, 14. nóv. 1935; sjá einnig G. Fried- mann, hls. 113.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.