Réttur - 01.01.1949, Page 17
HÉTTUR
17
og pund, heldur en að hann gæti selt þær fyrir með eðlilegum
vöruskiptasamningum. Allt í þeim tilgangi að heildsalarnir hans
geti keypt hjá viðskiptamönnum sínum í Englandi fyrir pund
og grætt á því og uppskrúfaðar vörur í Ameríku fyrir dollara,
og grætt enn meira og bætt við hina digru gjaldeyrissjóði
sína erlendis. Auk þess býr meira undir. Hér er um að ræða
lið í stóru kerfi, í kerfisbundinni pólitík, sem stefnir að ákveðnu
marki, eins og ég mun víkja nánar að.
„Verndun'' og „trygging" sjálfstæðisins
Eftir er að athuga hvernig tekizt hefur með fyrsta atriði
stefnuskrárinnar, en það hljóðar svo:
Að vernda og tryggja sjálfstæði landsins.
Ég er ekki að gera að gamni mínu. Þetta er sannleikur. Það
stendur svona orðrétt.
Bandaríkjamenn eru nú að koma sér upp einni af stærstu
herstöðvum sínum á Reykjanesi, sem þeir sjálfir telja eina
hina mikilvægustu til árása í næstu styrjöld. Hvert einasta
atriði Keflavíkursamningsins hefur verið virt að vettugi. Is-
lendingar hafa þar ekki hinn minnsta íhlutunarrétt. Enginn
Islendingur fær þar þá þjálfun, sem tilskilin er. Fjölmennt lið
Bandaríkjamanna dvelur á Islandi og lætur eins og þeir eigi
landið. Þeir njósna um allt, sem máli skiptir, og hafa marg-
þættan undirbúning til að hagnýta landið í komandi styrjöld
og fá hér greiðar upplýsingar og hverskonar fyrirgreiðslur
hjá stjórnarvöldum landsins. Þeir hafa gerzt herraþjóð í landi
voru og þverbrjóta alla íslenzka löggjöf eins og þá lystir —
skatta- og tollalögin, gjaldeyrislögin, lög um fjárhagsráð,
lög um stéttarfélög og vinnudeilur o. s1. frv. — ekki aðeins
í skjóli þeirra sem laganna eiga að gæta, heldur með aðstoð
þeirra. Þeir grafa grunninn undan gengi krónunnar og öllum
fjármálum Islands með víðtæku braski með gjaldeyri og toll-
sviknar vörur.
Annað skref ríkisstjómarinnar í •sjálfstæðismálinu er Mars-
hallsamningurinn. Samkvæmt honum fá Bandaríkin víðtækan
2