Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 24
24
RÉTTUR
að íslandi til að láta af hendi við sig dulbúna herstöð og hafa
hér þegar einskonar setulið, sem hagar sér eins og herraþjóð.
Og nú krefjast þeir þess að vér látum land vort sem árásar-
stöð í komandi styrjöld, að vér færum sjálfa oss að fórn fyrir
hagsmuni bandarísks auðvalds, og að íslenzka þjóðin verði
ofurseld þeirri hættu að verða tortímt í hinni ægilegustu
styrjöld allra tíma, til þess að bægja hættunni frá Bandaríkj-
unum sjálfum. Forsætisráðherrann hefur sjálfur sagt í ára-
mótaboðskap sínum, að það kosti vináttu Bandaríkjanna og
fylgiríkja þeirra, ef við verðúm ekki við þeirri ósk.
Bandaríkin hafa vitaskuld engan áhuga á að Island gangi
í hemaðarbandalag nema til þess að nota landið í ófriði. Þess
vegna verður hafizt hér handa um öflugan vigbúnað, þegar
búið er að gera samninginn, hversu sakleysislegt yfirbragð sem
hann er látinn hafa og hvernig sem hann er túlkaður til þess
að blekkja þjóðina. Fyrst verður hafizt handa á Keflavíkur-
flugvellinum, síðan annars staðar. Þegar búið er að afla sér
óvina, þá ættu „rök“ Ólafs Thors, Stefáns Jóhanns og Jónasar
Jónssonar um nauðsyn hinna öflugustu vígvéla og drápstækja
að falla í betri jarðveg, en meðan við vissum ekki til að við
ættum neina óvini.
Málgögn Ameríkuagentanna hafa þrásinnis spurt okkur
sósíalista að því hvaða afstöðu við mundum taka til hernað-
araðgerða ákveðins stórveldis, nefnilega Sovétríkjanna, á Is-
landi. Þessi spurning er að vísu út í bláinn nema islenzka
ríkisstjórnin hafi þegar ákveðið að Island skuli fara í styrj-
öld gegn Sovétríkjunum við hlið Bandaríkjanna. Það stendur
engin rússnesk árás fyrir dyrum, þó ekki væri vegna annars
en þess að það er hernaðarleg f jarstæða eins og nú er ástatt í
heiminum. En okkur er ógnað af öðru stórveldi. Það eru
Bandaríki Norður-Ameríku. Þjóðin á kröfu á að fá að vita
afstöðu þingmanna til innrásar hvaða stórveldis sem er, en
þó fyrst og fremst til þeirrar innrásar, sem ógnar íslandi í dag.
Og okkur sósíalistum er Ijúft að svara þessu. Við
tökum afstöðu gegn hernaðarinnrás hvaða stórveldis sem
er. Við tiikum afstöðu gegn hinná yfirvofandi árás Banda-