Réttur - 01.01.1949, Page 32
32
RÉTTUR
að Keflavíkursamningnum verði sagt upp, þegar við höfum rétt
til þess og að horfið verði frá þeirri hrunstefnu í atvinnumál-
um, sem við búum við og tekinn aftur upp þráðurinn frá ný-
sköpunarárunum, samtímis því sem hinn þjóðhagslegi grund-
völlur er tryggður, m. a. með gagngerðum aðgerðum í verzlun-
armálum til þess að vinna bug á dýrtíðinni.
Nú leggjum við spurningar fyrir stjómarflokkana og þing-
menn þeirra, sem þeir skulu ekki komast hjá að svara:
1. Takið þið ábyrgð á pólitík núverandi rikisstjórnar ?
Við óskum eftir skýru svari frá flokkunum frammi
fyrir þjóðinni hér í kvöld. Og við atkvæðagreiðsluna
kemst enginn hjá að svára. Það svar verður munað.
2. Ætlið þið að greiða atkvæði með þátttöku Islands i
Atlanzhafsbandalaginu ?
Það svar verður munað ár og aldir.
3. Ef svo reynist að þingmeirihluti sé fyrir hernaðar-
*
bandalaginu, ætlið þið þá að greiða atkvæði með því að
þjóðin fái úrslitavald í málinu með þjóðaratkvæða-
greiðslu ?
Ef þjóðinni verður neitað um að taka sjálf ákvörðun, í máli,
sem skiptir kannski meiri sköpum en nokkuð annað í sögu henn-
ar fyrr og síðar, þá skulu þið vita, herrar mínir, að þjóðin
mun líta á samninga þá, sem þið gerið að henni fornspurðri,
sem markleysu, sem þið einir skuluð fá að bera ábyrgð á.
Þið skuluð ekki komast hjá að gefa skýr og ótvíræð svör
við þessum spurningum. Takið vel eftir. Það mun verða við
brugðið í samræmi við það hvernig svörin falla.
Mikil örlagastund í sögu þjóðarinnar er nú að renna upp
Niðjar vorir ætlast til að vér bregðumst ekki á þessari stundu.
Það verður að sameina alla krafta þjóðarinnar til þess að koma
í veg fyrir þau skuggalegu verk sem sviksamir valdhafar hafa
fyrirhugað. Framtíð þjóðarinnar er I veði.