Réttur


Réttur - 01.01.1949, Page 37

Réttur - 01.01.1949, Page 37
RÉTTUR 37 ekki gleymt því allan þennan dag, að hann hafði sakir ræfildóms síns gefið loforð, sem hann hafði hlotið að svíkja? Þurfti nú Geir mágur hans að fara að setja sig á háan hest gagnvart honum? Vissi hann ekki, að það var dálítið annað að vera fastlaunaður barnakennari og hafa ætíð haft nóg fyrir sig og sína að leggja, en að lepja dauðann úr krákuskel allt sitt líf eins og hann hafði þurft að gera allt sitt líf? Hvað þurfti Geir að vera .... Konan hans greip fram í fyrir hugsanagangi hans: Ég hélt þú værir búinn að hanga nógu lengi aftan í rassinum á þeim, þó að þú kysir þá ekki núna — af því líka aé þú ættir orðið að vita betur”. Hún stóð á fætur til að skáka matnum á borðið, um leið og hún sagði þetta. Jónmundur vék sér yfir að eldhúsvaskinum til þess að þvo sér um hendurnar. Hann var reiður. En þó var honum þannig innanbrjósts, að hann gat ekki skammað þau. Eyrir hvað gat hann líka skammað þau? Nei, hann var sennilega alls ekki reiður þeim. En sjálfum sér? (Hann var bláfátækur, óupplýstur verkamaður, útslit- inn eftir harða og ómjúka lífsbaráttu. Já, hann hafði fram að þessu kosið með þessum vinnuveitendum sín- um. Honum hafði stundum fundizt þeir ósanngjarnir við sig. En hvernig hefð: hann átt að komast af, ef hann hefði þó ekki haft þessar vinnusnapir hjá þeim? Hvernig hefði farið fyrir honum á slæmu árunum, ef hann hefði ekki getað hangið á þessum snöpum? Jæja, nú hafði hann söðlað um og kosið annan flokk, þrátt fyrir það. sem hann hafði lofað einum þeirra manni. Það hafði hann vissulega gert, það var búið, og hann sá ekk- ert eftir því, bara ef hann hefði ekki þurft að bera kinnroða fyrir sjálfum sér). Nei hann var ekki beinlín- is reiður sjálfum sér. Það var eitthvað annað. Og meðan hann nuddaði vinnuharðar hendur sínar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.