Réttur - 01.01.1949, Side 43
RÉTTUH
43
boðuðu til útifundar sunnudaginn næstan á undan, og
varð hann mjög f jölmennur. Ákveðið var að halda annan
fund 30. marz, og fóru fulltrúar Þjóðvarnarmanna á fmid
lögreglustjóra, til að fá leyfi fyrir fundinum. Lögreglu-
stjóri, sem er gamall nazisti, svaraði að hann vildi ógjarna
banna fundinn, en ráðlagði að halda hann ekki, þar sem
sér væri kunnugt um, að ákveðið væri að hleypa upp
fundinum og stofna til óeirða, en fundarboðendur yrðu
gerðir ábyrgir fyrir því, sem gerðist. — Fulltrúaráðið boð-
aði samt sem áður til fundar við Miðbæjarbarnaskólann.
En um morguninn skoruðu formenn stjórnarflokkanna,
þeir Ólafur Thors, Eysteinn Jónsson og Stefán Jóh. Stef-
ánsson á „friðsama borgara" að safnast saman við Al-
þingishúsið. — Fundurinn við Miðbæjarbamaskólann var
mjög stuttur og var þar samþykkt krafa til Alþingis um
þjóðaratkvæðagreiðslu, og kosin nefnd til að leggja þessa
kröfu fyrir formenn þingflokkanna. Að afloknum þessum
fundi voru saman komnir við Alþingishúsið um 10 þús.
manns. Hrópaði mannfjöldinn í kór: Þjóðaratkvæði! Var
þetta um sama leyti og gengið var til atkvæða inni í þing-
salnum. Undanfarna daga hafði verið mikill viðbúnaður
af hálfu afturhaldsins. Hundruð Heimdellinga höfðu verið
æfðir, og margir vopnaðir kylfum og búnir hjálmum. Lið
þetta stóð nú albúið til árásar framan við Alþingishúsið,
eða inni í húsinu, ásamt f jölmennu lögregluvarðliði undir
stjóm lögreglustjóra. Að nokkurri stimd liðinni réðist
lögreglan á mannf jöldann, og flugu nú nokkrir steinar,
sem sumir lentu á rúðum þinghússins, en fúleggjum og
aur var kastað að hvítliðumun, sem höfðu raðað sér
framan við húsið, bak við lögregluna. Hörfuðu þeir
nú til baka um sinn, en skömmu síðar hófst
aðalárásin. Réðist lögreglan og hvítliðar í öllum
herbúnaði um 50 talsins, sem geymdir höfðu verið
í flokksherbergi Framsóknarmanna fyrirvaralaust á
mannf jöldann með reiddum kylfum og börðu hvem sem
fyrir varð, af mikilli grimmd, og með þeim afleiðingum