Réttur - 01.01.1949, Qupperneq 47
HÉTTUR
47
Verðlækkun á íslenzkum útflutningsvörum.
Gengislækkun?
Snemma í apríl var skýrt frá því, að nýjir viðskipta-
samningar hefðu verið undirritaðir við Bretland. Sam-
kvæmt þeim lækkar verð á freðfiski úr 12% pence fyrir
enskt pund í 10 pence, og er það yfir 20% verðlækkun.
Síldarlýsi lækkar úr 95—97 pundum fyrir tonnið í 90
pund eða um ca. 5—7%.
Sósíalistar höfðu fyrir löngu sagt það fyrir að utan-
ríkispólitík ríkisstjómarinnar, einskorðun viðskiptanna
við engilsaxnesku löndin, hlyti að leiða til mikils verðfalls
á aðalútflutningsvörum landsmanna og megum við búast
við mörgum slíkum áföllum framvegis, ef ekki verður
breytt um stefnu. Mun þetta hafa mjög alvarlegar af-
leiðingar fyrir allt atvinnulíf og fjármál Islendinga.
Vegna stefnu ríkisstjómarinnar í viðskiptamálum, fjár-
málum og atvinnumálum innanlands og utan, er nú svo
komið, að tun 70 milljónum kr. af ríkisfé er varið til
beinna dýrtíðarráðstafana á móti rúmum 16 milljónum
til niðurgreiðslu landbúnaðarafurða 1946. Upphæð fjár-
laganna er meira en tvöfalt hærri. Eftir aðra umræðu
vantaði enn yfir 30 milljónir til að jafna greiðsluhalla
fjárlaganna, þrátt fyrir tugmilljónaskattana, sem lagðir
vom á um áramótin. Til þess að jafna þann halla 'vom
enn lagðar á nýjar álögur. Benzínskatturinn var þrefald-
aðxu-, kjötuppbótin var minnkuð um helming, með þeim
hætti, að flestir einstaklingar og bamfáar f jölskyldm- eru
sviptir henni með öllu, og jafngildir það verulegri kaup-
lækkun; álagning á tóbak og áfengi var stórum hækkuð.
Nú er það hverjum manni ljóst, að því fleiri tollar og
skattar á almenning, sem á em lagðir, því meira vex
dýrtíðin og framleiðslukostnaður, sem aftur hefur í för
með sér nýja skatta og tolla og þannig gengur skrúfan
endalaust. Takmörk eru þó fyrir því hvað slík svikamilla
getur gengið lengi, þvi kaupmáttur almennings þverr
óðum og þar með skatta- og tolltekjur ríkissjóðs. Næsta