Réttur - 01.01.1949, Side 58
Jóhannes úr Kötlum:
Ekki skal gráta Björn bóndaf
heldur safna HSi
Ræða, haldin 1. maí 1949 á Akureyri
Öreigar allra landa, sameinizt.
Þessi kjörorð marxismans, sem áratugum saman hafa
verið borin fremst í fylkingu á hátíðisdegi verkalýðsins
fela í sér alveg sérstakan eggjunarhljóm 1 dag, einmitt þeg
ar auðvald allra landa er að reyna að sameinast með æðis-
gengnari tilburðum en nokkru sinni fyrr. Svo völltum fót-
um stendur 'nú hið grimma finngálkn samkeppninnar,
kvalið af innbyrðis mótsetningum, að það reynir að rjúfa
sín eigin lögmál, reka sínar eigin andstæður saman til
viðnáms gegn framsókn alþýðunnar, kippa síðan þróun-
inni aftur á bak með valdi. Það er þetta örþrifaráð, fyrir-
fram dæmt til að misheppnast, sem við köllum fasisma.
Fasisminn er dauðastríð kapítalismans. í hálfan fjórða
áratug hefur sá hluti mannkynsins, sem heldur uppi merki
menningannnar, átt í höggi við þetta deyjandi skipulag,
ýmist í mynd stríðs eða kreppu — heilum hafsjó af blóði
og tárum hefur verið úthellt í þeim átökum. Heimsstyrj-
aldirnar tvær voru fyrsta og annað andkaf auðvaldsins,
og svo knýjandi er sjálfseyðingareðli þess að það undir-
býr nú nýja heimsstyrjöld — þriðja andkafið — af vit-
firrtara kappi en dæmi þekkjast áður til. Víst hefur al-
þýða íslands ekki farið varhluta af svartagaldri fasis-
mans á undanförnum árum, en þó hefur hún aldrei stað-