Réttur - 01.01.1949, Page 59
RÉTTUR
59
ið eins berskjölduð fyrir árásum hans og nú í dag. í dag
1. maí 1949, á íslenzkur verkalýður í algeru návígi við
fasismann í einni sinni hættulegustu mynd.
Yfir þessum hátíðisdegi hvílir því svartur skuggi, bak
við hann ómar sorg. Við höfum þegar beðið hræðilegan
ósigur í þessu návígi. Það er ekki nema mánuður síðan
svo hastarlega var brotið í blað í íslandssögunni að okk-
ur sem áður vorum friðarþjóð var opinberlega breytt
í hernaðarþjóð. Þar með voru menningarleg frumrök
okkar þurrkuð út um sinn, kannski að fullu og öllu. ís-
lenzkir valdhafar, sem við héldum að væru sumir hverj-
ir að minnsta kosti fulltrúar alþýðunnar, hafa látið und-
an kröfum forréttindastéttanna og eru nú búnir að selja
dýrmætasta rétt lífs okkar fyrir dollara. Meðan svo er
málum komið erum við hér eftir ekkert annað en örlít-
ill máttvana leiksoppur í hendi þess framandi valds
sem hefur keypt okkur. Allt í einu er búið að sópa okk-
ur inn að sjálrum miðdepli þeirrar kjarnorkusprengju
sem verða mun síðasta sjálfsmorðstæki fasismans, þess
auðvalds allra landa sem nú er að reyna að sameinast
í siðlausu ofbeldi hins fordæmda.
Hið forna þjóðveldi íslendinga hélt velli í þrjúhundr-
uð þrjátíu og tvö ár. Að þeim liðnum létu þáverandi
fulltrúar forréttindastéttanna, sýktir af innbyrðis spill-
ingu eins og nú, ginnast af blekkingum erlendrar drottn-
unarstefnu. Síðan tók við sjö alda niðurlægingarsaga,
en jafnframt öðrum þræði saga alþýðlegrar frelsisbar-
áttu sem þó ekki náði fullum viðgangi fyrr en á nítj-
ándu öld. 17. júní 1944 þóttumst við svo vera að hrista
af okkur síðustu menjar hinnar langvinnu nýlendukúg-
unar með því að stofna sjálfstætt lýðveldi, að því er
virtist við óblandinn fögnuð og dæmafáa eindrægni allra
landsins barna. En það var ein örlagarík veila í undir-
stöðu hins nýja lýðveldis: Það reis af borgaralegum
grunni mitt í heimi auðvaldsins. Afleiðing þessa lét