Réttur - 01.01.1949, Síða 82
82
RÉTTUR
dult með að þeir hyggja á árás á fleiri lýðréttindi þjóð-
arinnar, strax og þeir þora.
4. Varðveita menningu vora, þjóðerni og tungu og halda
í heiðri þær hugsjónir friðar og frelsis, sem þjóð vor hef-
ur lært að meta bezt. Það lýsa sér nú þegar tilhneigingar
amerísku leppanna til að koma íslendingum niður á það
stig, sem amerískri auðvaldskúgun hefur tekist að koma
sumum Mið- og Suðui-Ameríkulýðveldunum á. Og
amerísku hirðstjórarnir á íslandi sýndu nú við afgreiðslu
fjárlaganna á Alþingi 1949 að þeir eru farnir að meta
lögreglukylfur meir en skólabyggingar og setja eitur-
gas hærra en bókmenntir og skáldskap. Tækist slíkum
herrum að halda áfram völdum, þarf ekki að spyrja
hvað verða myndi um þjóð, sem byggir tilveru sína á
bókmentum og skáldskap. Menningarástandið á Kefla-
víkurflugvellinum sýnir bezt hvað bíður íslands undir
óstjórn hinna amerísku leppa.
Vér íslendingar verðum að horfast í augu við að þeir
menn og þeir flokkar, sem sviku þjóðina undir ok
ameríska hervaldsins 30. marz, hika heldur ekki við að
ofurselja oss aftur allri ánauð engilsaxneskra auðhringa,
eins og fyrir stríð, — láta ameríska hervaldinu í té opin-
berar herstöðvar á friðartímum, — útrýma lýðræðinu og
frelsi í landi voru, — ofurselja þjóðina hættu tortíming-
ar í árásarstyrjöld amerísks auðvalds, — ef þeir aðeins
hafa mátt til þess að gera þetta, — ef þeir aðeins gætu
blekkt þjóðina til fylgis við sig í kosningum, vélað hana
til þess að gefa þeim áfram völd.
Sósíalistaflokkurinn var eini flokkurinn, sem þjóðin
átti, — eina valdið. sem þjóðin gat treyst 30. marz 1949.
Sósíalistaflokkurinn verður uppistaða þeirrar þjóðfylk-
ingar, sem nú verður að skapa, ef ísland á áfram að
vera fyrir íslendinga. Sköpun slíkrar þjóðfylkingar er
verkefnið sem tafarlaust verður að leysa.
Reykjavík í maií 1949.