Réttur - 01.01.1949, Page 85
RÉTTUR
85
Evrópu og megnið af Asíu. Bandaríkin yrðu þá að láta
sprengjum rigna á borgir og iðjuver þeirra landa sem Rússar
hefðu hertekið, en við þær skúrir myndi vaxa hatur til Banda-
ríkjamanna og margar þjóðir sameinast á móti Bandaríkja-
mönnum. Flugfloti Ráðstjórnarríkjanna myndi ráðast á banda-
rískar borgir með þungum sprengjum og sýklahemaði. Árang-
urinn yrði sá að Bandaríkjamenn létust af drepsóttum en
Rússar og aðrir Norðurálfubúar færust af dauðageislum. En
nú háttar svo til að Bandaríkjamenn hafa ekki næstu árin
nægan styrk til að heyja kjarnorkustyrjöld. Þessvegna væri
það mikil áhætta fyrir þá að hefja slíka styrjöld gegn Ráð-
stjórnarríkjunum. Þar að auki álítur Blackett að notkun
sterkari kjarnorkusprengna og geislavirkra eiturtegunda
mundu ekki breyta aðstöðunni, og sá tími kemur áreiðanlega
að Ráðstjórnarríkin eignast miklar birgðir af kjamorku-
sprengjum. Bandaríkin geta því aðeins lagt nokkurn hluta
Ráðstjórnarríkjanna í rústir, og mega eiga von á samskonar
svari þaðan. Því meiri sem hættan er, því fremur munu ein-
staklingar, stéttir og þjóðir Vesturevrópu leitast við með
öllum ráðum að draga sig út úr hildarleiknum.
Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að sjá hver yrðu
örlög lítils lands, sem væri orðið ánetjað Atlanzhafsbanda-
laginu, í stríði milli Bandaríkjanna og Ráðstjómarríkjanna.
Spurningin verður sú, hvort þeir menn sem telja árásar von
á Danmörku frá Ráðstjórnarríkjunum halda að þeir geti af-
stýrt slíkri árás með þátttöku í Atlantshafsbandalagi, en
skipun þess virðist enn næsta óljós. Hallvarður Lange lét svo
um mælt eftir Bandaríkjaför sína, að árás á Noreg mundi
sjálfkrafa hleypa af stað heimsstyrjöld. Þótt því sé sleppt, að
slík styrjöld myndi leiða til hernáms Noregs þegar í stað, þá
hefur herra Hallvarður ekki snefil af tryggingu fyrir því að
Bandaríkin hraði sér til hjálpar Noregi. Það er ósköp hættu-
legt fyrir smáríki að treystá loforðúm og sáttmálum stórvelda.
Þar getur m. a. Tékkóslóvakía úr flokki talað. Það er ekki
gert mikið veður út af smáríkjum í refskák stórveldanna.
Dönsku blöðin gætu unnið ómetanlegt fræðslustarf á sviði