Réttur - 01.01.1949, Page 89
RÉTTUR
89
í Rússlandi, o. s. frv. Um hinn illræmda samning sem Ráð-
stjórnarríkin gerðu við Hitler árið 1939, segir bókin: „1 fimm
ár höfðu Ráðstjórnarríkin barizt fyrir sameiginlegu öryggi gegn
árásum, en lýðræðisríkin neituðu að koma á slíku öryggi.
Rússland gerði griða- og vamarsáttmála við Frakkland og
Téikkóslóvakíu. Frakkar rufu sáttmálann, en Tékkar þorðu
ekki að láta Rússa fullnægja honum af sinni hálfu af ótta
við að Frakkar og Bretar, sem höfðu átt sinn þátt í að svíkja
Tékka og lima sundur land þeirra, myndu sameinast Hitler
gegn sér og Rússum í allsherjarstríði á móti bolsévismanum.
Og þó að England sendi síðar herfræðinganefnd til Rússlands,
þá var hún umboðslaus og gat engar jákvæðar ákvarðanir
tekið. Rússland taldi sig einangrað og án bandamanna og ótt-
aðist að ný innrásarstyrjöld yrði hafin gegn sér með Þýzka-
land í liðsoddi árásarherjanna. Rússar bægðu frá sér þessari
hættu með því að verða fyrri til að gera samning við Hitler,
og unnu sér þannig frest til að bæta aðstöðu sína í þeirri
styrjöld, sem þeir voru vissir um að hlaut að hefjast áður
en langir tímar liðu“.
Því næst er lýst stríðinu við Finna, sem fyrst og fremst beri
að skoða sém vamarbragð á móti Hitler til þess að bjarga
Leníngrad, og áherzla er lögð á það að Rauði herinn hélt ekki
inn í Pólland fyrr en pólska stjómin var flúin til Rúmeníu, og
þýzki herinn var farinn að nálgast landamæri Ráðstjómar-
ríkjanna, en við þetta hafi 12 milljóum Okraínumanna og
Hvítrússa verið forðað frá að lenda í klóm Hitlers. Sama
vamartilgang hafði innlimun Eystrasaltslandanna og Bess-
arabíu haft.
Þetta er það sem hermálaráðuneytið brezka kenndi her-
mönnum sínum allt til ársins 1945 um vamarstefnu Ráð-
stjómarríkjanna. Það er einkennandi fyrir skoðun vestrænna
stórvelda og gróflega öryggislítið fyrir smáríkin, að svona
varnarstefna skuli vera talin réttlætanleg fyrirvaralaust. I
smáríkjunum, sem jafnan er leikið á óvölduðustu reitina eins
og peðum í hinu stórpólitíska tafli, er hrifningin naumast
svona mikil fyrir vamarráðstöfunum stórveldanna. Enginn