Réttur - 01.01.1949, Síða 101
RÉTTUR
101
Þessi upptalning af sífelldri áframhaldandi sóun náttúru-
auðæfanna er næg sönmui þess, að ráðstafanir ríkisstjórnar-
innar til úrbóta hafa ekki borið árangur. Af ótta við yfirvof-
andi stórvandræði hefir stjórnin þó gert nokkrar ráðstafanir
til þess að útrýma skaðlegum ræktunaraðferðum. Landinu hef-
ur verið skipt niður í 2000 jarðvegsvemdunarsvæði, og er til
þess ætlazt, að bændurnir hafi samvinnu sín á milli um að
halda gerðar ræktunarsamþykktir. En um það höfum vér
umsögn William Vogt yfirmanns jarðvegsverndunardeildar
\ esturálfunnar (Pan-American Union). Hann lét svo ummælt á
umræðufundi, sem haldinn var af stórblaðinu New York Her-
aid-Tribune:
Eg hefi ekið víðsvegar um þessi jarðvegsvemdun-
arsvæði, og ég hefi orðið að leitá vandlega til þess að sjá
þess merki, að landeigendur hafi nokkum tíma heyrt
nefnda Jarðvegsverndun ríkisins (Soil Conservation Ser-
vice). Á þessum svæðum hefi ég séð þúsundir hektara af
landi, sem sérfræðingar — og landeigendur — vita full-
vel, að ættu að vera grasi eða sikógi vaxnir, og ef það
kemur aftur eitt eð tvö þurrkasumur, þá emm vér þeirri
eyðimörkinni ríkari.*)
Vér höfum einnig hafizt handa um vemdunarráðstafanir á
hallandi iandi, með ræktim jarðvegsbætandi jurta, með notkun
,,græns áburðar", með því að ofbeita ekki haga og með gerð
tjarna. í tíu síðustu árin höfum vér haft með höndum áætlun
um skjólskógabeltagerð, og þó að skjólbeltin hafi komið að
nokikru gagni, þá hefur ekki verið viðhaft nægilegt skipulag
um trjáplöntun; þeim hefir verið komið upp hjá þeim sjálfs-
eignabændum, er fengust til að leyfa slíkt.
*) Til samanburðar mun hér átt við þurrkárin 1932—'36, sem herj-
uðu miðvesturfylkin (einkum Nebraska, Colorado, Kansas og Oklo-
hóma) og ollu stórkostlegu tjóni, en fjöldi bænda flosnaði upp, sbr.
t. d. fyrri hluta bókar Steinbecks: „Þrúgur reiðinnar. (Þýð.).