Réttur - 01.01.1949, Qupperneq 102
102
RÉTTUR
T V. A. og M. V. A.*)
Tennesse dalurinn er eina svæðið í Bandaríkjunum, þar
sem áætlun um vemdun náttúruauðæfa hefir verið framkvæmd
í þýðingarmiklum byrjunaratriðum, að vísu eftir margra ára
andstöðu af hálfu áburðarhringa og rafmagnshringa. En afrek
T.V.A. hafa sætt sifelldiun árásum sem „sósíalistisk“ eða
„óamerísk". Ef byggt væri á reynslu T.V.A. myndi framkvæmd
samskonar áætlim í Missourí dalnum verða til stórra hags-
bóta fyrir alla íbúa í grend við Missisippi- og Missouri-fljótin.
En enda þótt Truman forseti væri flutningsmaður M.V.A,
þegar hann var öldungadeildarþingmaður fyrir Missouri, þá
hefur stjóm hans lagt. þessa áætlun hljóðlega á hilluna, en í
hennar stað tekið upp á sína arma nokkurskonar gerfi-áætlun,
sem kennd er við Pick-Sloan, en áætlim sú er studd af einka-
framtakinu. Verið er að reisa nokkra stóra stíflugarða og end-
urvinna nokkuð af landi. En einkaauðmagnið er algjörlega
andvígt því, að ráðizt sé í stórvirki, svo sem að endurgræða
upptökusvæði stórfljótanna, að hemja hinar mörgu smærri
þverár og að framkvæma jafnframt stórfelldar vatnavirkjanir
til framleiðslu á rafmagni handa hverju býli og þorpi í þess-
um miðfylkjum Bandaríkjanna, að ekki sé minnst á að fyrir-
hyggja flóðahættu og efla fiskirækt.
Stéttarhagsmunir stórbænda, matvælaiðnaðurinn, bankar,
vátryggingarfélög, er eiga verðbréf í milljónum sveitabýla,
gas- og rafmagnshringar og síðast en ekki sízt sjálfir stór-
bankarnir í Wall Street — þessir aðilar eru andvígir hvers-
konar eftirlit á hinni skefjalausu rányrkju þeirra á auð-
lindum þjóðarinnar. Hinsvegar ikrefjast hagsmunir vinnandi
fólks, verkamanna og bænda, þess að auðlindimar séu vemd-
aðar. Þessi staðreynd ætti að hvetja félagssamtök almennings
til þess að gefa nánari gaum að þeirri gráðugu sóun og eyði-
leggingu, sem framin er af hinu gróða-brjálaða einokunar-
•) Skammstafanir fyrir: Tennesse Valley Authority og Missouri
Valley Authority.