Réttur - 01.01.1949, Page 105
RÉTTUR
105
Þessi ágripskanda lýsing á 15-ára áætluninni ætti að nægja
til þess að sýna, að til framkvæmdar slíks stórvirkis þarf ekki
r.ðeins sósíalistískt ríkisvald, heldur einnig fullkominn iðnað
i stórum stíl. Það er einnig ljóst, að frumskilyrði þess, að
slík risaáætlun komist í framkvæmd er fyrirmyndar land-
búnaður, búinn fultkomnum nýtízku vélakosti og menntuð og
framgjörn stétt samyrkjubænda.
I þessu sambandi er fróðlegt að rifja upp lýsingu Stalíns
á ástandi landbúnaðarins í Ráðstjórnarríikjunum 1924. Hann
segir:
Yfirleitt líktist landbúnaðurinn þá óendanlegu hafi
af kotbýlum mcð úrelt miðalda verkfæri." „En“, bætti
Stalín við, „nú (1936) er landbúnaðurinn rekinn með
vélum og allskonar nýtízku tækjum í stærri stíl en nokk-
ursstaðar annarsstaðar í heiminum, og nú hafa hin mörgu
samyrkjubú og ríkisbú tekið við af kotbúskapnum“.
(Úr ræðu um stjórnarskrárfrumvarpið 1936).
Landbúnaður RáðsLjórnarríkjanna var í örum vexti þangað
til nazistar réðust á landið, og nú er þráðurinn tekinn upp
að nýju eftir að styrjaldarsárin hafa verið grædd. Þessi land-
búnaðaráætlun lýsir eindregnum ásetningi Ráðstjómarþjóð-
anna að beizla náttúruöflin og nálgast með því frumskilyrði
kommúnistísks þjóðskipulags, en það er allsnægtir hverskonar
gæða. Áætlunin táknar enn frekari iðnaðarbyltingu í sveitum
og útrýmir þannig algerlega mótsetningum milli þeirra og
kaupstaðanna. Þannig er verið að stíga stórt spor í áttina
til framkvæmdar á þessu kjörorði kommúnismans: „Hver
maður vinnur eins og hann er fær um og ber úr býtum það
sem hann þarfnast.“
1 5-ára áætlunin og friðurinn
15-ára áætlunin er síðasta og ótvíræðasta staðfestingin um
hinar friðsamlegu fyrirætlanir Sovétþjóðanna, ráöstjómarinn-
Ei’ og Kommúnistaflokksins. Auðvaldsríkin leggja síauknar
byroar á herðar fólksins vegna stórkostlegs endui vígbúnaðar og