Réttur - 01.01.1949, Page 112
112
RÉTTUR
jarðeigandans. Blökkumaðurinn biður ekki um reikning.
Svarið gæti orðið riffilskot eða högg, þegar bezt lætur.
Skammt frá veginum til bæjarins Americus í Georgíu-
ríki, stendur tvíhólfaður kofi, heimili blakka landbún-
aðarverkamannsins Henry Williams. Þetta greni spraðar
sig með tvo glugga og einnig eldavél, þar sem frú
Williams eldar hinn nauma kost fjölskyldunnar. Þetta
er ríkidæmi. í öðrum kofum eru engar eldavélar, og verka-
fólkið sýður baunir sínar og kartöflur á hlóðum.
Williams er búinn að vera landbúnaðarverkamaður í
29 ár og hefur flækzt frá einni plantekrunni til annarrar
í leit að skárri kjörum. Hver eru laun hans fyrir að vinna
baki brotnu á baðmullarekrunum? 1946 var eftirspurn
eftir landbúnaðarafurðum geysimikil um allan heim.
Plantekran sem Williams vann á, hagnaðist ágætlega
eða réttara sagt plantekrueigandinn. En Williams fékk
minna en þriðjung af því, sem honum bar samkvæmt
samningi hans. 1947 var uppskeran miklu betri og verð-
ið hærra. Samt sem áður fékk Williams aðeins 700 $
fyrir ársvinnu sína.
En Williams er „bjargálna” verkamaður. Hann á kofa
með tveim gluggum og einnig eldavél. Verri eru ástæð-
urnar hjá Henry Mann, blökkum landbúnaðarVerka-
manni 1 Maconhéraði. Mann yrkir 22 ekrur. í fyrra upp-
skar. hann tvær lestir af hnetum og ellefu balla af baðm-
ull. Plantekrueigandinn greiddi honum 242 En árið áð-
ur hafði Mann meiðzt við vinnu sína og orðið að vera
frá verkum um tíma. Mestallar tekjur hans fóru í að
greiða reikning læknisins, svo að hann fékk aðeins 30 $
útborgaða fyrir allt árið.
Þess má geta hér, að samkvæmt tölum verkamálaskrif-
stofunnar, sem sýnilega eru of lágar, eru 67 $ það allra
lægsta, sem fjögurra manna fjölskylda getur dregið fram
lífið á. Fjölskyldur blökku landbúnaðarverkamannanna
verða að ganga soltnar árið um kring. Barnadauðinn er