Réttur - 01.01.1949, Side 114
114-
RÉTTUR
Ég vafði hann örmum að skilnaði, þar sem hann
lá þarna. í annarri síðu hans voru engin rif, aðeins
brot, sem færðust til, þegar ég tók á honum”.
• Héraðsdómstóllinn kallaði þetta forherðingarmorð
„réttlætanlegt manndráp í sjálfsvarnar skyni”. Lög-
regluþjónninn, sem myrti Gilbert, varð „maður ársins”
í héraðinu.
Fregnir af þessu morði síuðust út. En hversu margir
slíkir glæppir komast aldrei í hámæli. Sagan af einu
slíku morði var sögð Sprigle, með því skilyrði, að hann
þegði yfir henni, í litlum bæ í óshólmum Missisippi.
Blakkur útfararstjóri kom til blakks landbúnaðarverka-
manns til að heimta af honum skuld. Meðan hann var
hjá honum, hleypti í hlaðið maður frá búgarðinum og
hafði byssu um öxl. Hann kallaði í mestu vinsemd:
„Jim, ég mátti til að drepa bróður þinn áðan niður
frá í námunda við kofann hans. í>ú ættir að hirða líkið”.
Hinn myrti maður var jarðaður í kyrrþei. Ættingjar
hans hylmuðu yfir glæpinn eins og þeir gátu, því að
þeir óttuðust, að annars myndi illt af hljótast.
Margir Bandaríkjamenn, sem ég átti tal við, héldu því
fram, að kynþáttaofsóknir væru aðeins bundnar við suð-
urríkin, þær ættu sér ekki stað í norðurríkjunum.
Sprigle segir, að 1 suðurríkjunum séu kynþáttaofsókn-
irnar framkvæmdar með lögin að bakhjarli, en í norð-
urríkjunum þrátt fyrir lögin.
Þó var Milton, framfarasinnaður blökkumannaleið-
togi í Brooklyn og kunnur og virtur í allri borginni, ný-
lega skotinn til bana af lögreglunni. Milton hafði komið
inn í veitingastofu. Eigandinn skipaði honum að fara
út, en Milton flýtti sér ekki að fara. Þetta var aðdragand-
inn og yfirvarpið að morðinu. Blöðin í New York gerðu
allt sem þau gátu til að þagga niður umtal um þetta
ótvíræða morð. En í aðalstöðum lögreglunnar var ekki