Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 10
10
R É T T U R
leysi, sem nú er búið að skipuleggja í landinu og sem fer
vaxandi, verður varanlegt atvinnuleysi, varanleg og vax-
andi neyð á meðan núverandi valdhafar ráða ríkjum, á
meðan Marshallstefna Bandaríkjanna drottnar yfir Is-
landi.
★
Á hinn óskammfeilnasta hátt neitar yfirstéttin, samt
sem áður því, að atvinnuleysi sé orðið staðreynd í landinu.
Með öllum ráðum reynir hún að útskýra atvinnuleysið sem
náttúrufyrirbrigði og að ráðstafanir gegn því séu því ,,f jar-
stæða“ og „fráleitar“.
Málsvarar yfirstéttarinnar gá ekki að því, að ef svo
væri, að atvinnuleysið væri fyrst og fremt náttúrufyrir-
brigði, þá væri engin leið fyrir hana að skorast undan því
að lögleiða atvinnuleysistryggingar til þess að verja verka-
lýðinn fyrir slíkum áföllum, eins og t. d. stórfelldar ráð-
stafanir eru gerðar bændum til handa í líkri aðstöðu.
1 sambandi við hina margumtöluðu „röksemd" um, að
leiðin til að tryggja atvinnu sé sú að lækka launin eða
halda þeim óbreyttum, er athyglisvert að minnast þess,
hvernig reynslan sjálf hefur sannað Islendingum hið öfuga.
I 30 ára afmælisblaði Dagsbrúnar skrifaði Dagsbrúnar-
félaigi nr. 1393 þannig um þessa reynslu:
„Sumarið 1920 vann ég hér við húsabyggingar (steypu-
vinnu). — Kaupgjaldið var þá kr. 1.48 um klst frá 1. júlí
Nóg var að gera og vantaði oft menn. Um haustið dró úr
vinnunni og eftir áramótin kemur bréf frá atvinnuveit-
endum, þar sem þeir fara fram á kauplækkun allt niður í
90 aura um klst. Um þetta var rætt í félaginu fram og
aftur og þeir sem mæltu með því að þetta yrði gert, færðu
sem rök fyrir síni i máli, að við það að lækka kaupið myndi
vinnan aukast, en aðrir töldu það f jarstæðu. Að þessu ráði
var nú horfið og kaupið lækkað ofan í kr. 1,20. En hvað