Réttur - 01.01.1951, Síða 28
28
RÉTTUR
á táknrænan hátt bygging hins nýja Kína. I efra stang-
arhorni rauðs fána er stór, gullin stjarna og við hlið henn-
ar í boga fjórar smærri stjömur. Stóra stjarnan táknar
Kommúnistaflokk Kína en minni stjörnurnar þær fjórar
stéttir, sem mynda alþýðuríkið, sem sé verkamenn, bænd-
ur, smáborgara og þjóðrækna borgara. I sameiginlegu
stefnuskránni, stjórnskipunarlögunum, sem birt voru 1.
október 1949 um leið og lýst var yfir stofnun alþýðurík-
isins, er tekið fram, að ríkið sé myndað af þjóðfylkingu
þessara stétta og annarra þjóðlegra afla, en hún byggist
á bandalagi verkalýðs og bænda undir forystu verkalýðs-
ins. Lýst er yfir, að alþýðuríkið muni afnema öll sérrétt-
indi heimsvaldasinnaðra ríkja, þjóðnýta þann auð, sem
ráðaklíka Kuomintang hafði sölsað undir sig, framkvæma
kerfisbundna breytingu hins lénska jarðeignafyrirkomu-
lags og fá bændum sjálfum í hendur eignarréttinn yfir
landinu, vemda hagsmuni og eignir verkamanna, bænda,
smáborgara og þjóðrækinna borgara og vinna stöðugt að
því að breyta Kína úr landbúnaðarlandi í iðnaðarland.
Ríkið hefur það hlutverk að samræma atvinnulífið og hafa
eftirlit með því. Lögð skal áherzla á að efla samvinnufyrir-
tæki neytenda og framleiðenda. Verkamenn skulu fá hlut-
deild í stjórn ríkisfyrirtækja, verkalýðsfélög og atvinnu-
rekendur einkafyrirtækja semja með sér um kaup og kjör,
vinnutími vera átta til tíu stundir eftir aðstæðum og lög
vera sett inn lágmarkskaup.
1 sameiginlegu stefnuskránni er lýst yfir, að konur og
karlar skuli njóta jafnréttis á öllum sviðurn. Fjölkvæni
er numið úr lögum og sömuleiðis nauðungargiftingar barna
að ráði foreldra, sem öldum saman höfðu eitrað líf æsk-
unnar í Kína.
Þangað til þing fyrir allt Kína hefur verið kosið með al-
mennum kosningarrétti, er miðstjórn, kosin af stjórnmála-
ráðstefnunni, æðsta vald alþýðuríkisins. Formaður mið-
stjómarinnar og þar með þjóðhöfðingi hins nýja Kína er