Réttur - 01.01.1951, Síða 36
36
RÉTTUR
Dnépr er lengi búin að vinna fyrir okkur; að dæmi stakkanofíta
mun hún nú tvöfalda afköst sín. Eftir að vatnið hefur farið gegnum
túrbínurnar við Dnéproges heldur það áfram undan hallanum og
nær þannig hraða á ný, en rekst loks á túrbínurnar í Kakofka
orkustöðinni og afhendir þeim orkuna sem því hefur aukizt á
leiðinni. Helmingur raforkunnar fer til margskonar véla í verk-
smiðjum en hinn helmingurinn til þarfa landbúnaðarins.
Á þennan hátt verður víðáttumikið svæði af skrælþurru landi
endurlífgað með margbrotnu áveitukerfi. Áveituskurðir, orku-
stöðvar, dælustöðvar, stöðuvötn, skógarreitir til að hefta sandfok,
skjólskógar, bómullar- og tóbaks ekrur, aldingarðar og vínakrar,
blómagarðar, allt mun þetta mynda eitt samtengt kerfi, eina lif-
andi heild. Háspennulínurnar frá skiftistöðinni við Kakofka orku-
verið munu ná til eplatrjánna í aldingörðunum á Krím, til rósa-
og lavendel akranna, til kornhlaðanna með hinu gullna korni, til
víngarðanna í hlíðunum og til hinna stóru dimmu vínkjallara,
þar sem hin bundna sólarorka breytist í ilmandi vín. Úkraína hefur
löngum verið kölluð „land hinna óþrotlegu allsnægta11. Þessi orð
munu ekki lengur hljóma sem skáldlegar ýkjur, heldur verða
þau bókstaflega sönn.
En stórkostlegastar munu breytingarnar verða i hinni víðáttu-
miklu eyðimörk milli Aralvatns og Kaspíhafs.
Árþúsundum saman hefur eyðimörkin legið þarna þurr og ófrjó-
söm. Nú er hennar skapadægur komið. En hvað munar um einn
dag í ævi jarðarinnar? Hægt og hægt breytast farvegir fljótanna
og fjöll jafnast við jörðu. Sumstaðar gengur sjórinn á land, annars
staðar rís landið úr sjó.
Sá tími er nú kominn að jarðsögulegar byltingar gerast á fá-
einum árum og milljónir manna eru ekki lengur aðeins áhorfend-
ur slíkra atburða heldur þátttakendur í risavöxnum átökum til að
breyta yfirborði jarðarinnar.
Það eru ekki framar hin blindu náttúruöfl sem ráða svip lands-
lagsins, heldur vilji og vit hinna sósíalistisku þjóða, sem umskapa
jörðina eftir áætlun. Það er að hefjast ný jarðsöguöld, sem með