Réttur - 01.01.1951, Page 39
RÉTTUR
39
Nálægt Tahja-Tasj, þar sem stíflan verður, rennur Amú-Darja
í þröngum fjalladal og farvegur hennar er þar beinn á löngum
kafla, en ekki mjög breiður.
Þegar stíflugarðurinn er kominn myndast hér geysistórt stöðu-
vatn og frá því verður hægt að veita vatninu út í áveituskurðina
eftir þörfum. Á leið sinni frá uppistöðunni út í aðalskurðinn mun
vatnið fara í gegnum síur þar sem sandur og leir verður skilinn
frá því, en jurtanæringarefnin munu haldast í upplausn.
Nílardalurinn hefur verið frægur fyrir frjósemi frá ómuna tíð.
Egyptar kölluðu land sitt gjöf Nílar vegna þess að áin vökvaði
ekki aðeins dalinn heldur gaf honum einnig frjómagn sitt.
Vatn Amu-Darju inniheldur níu sinnum meira kalí og einum og
hálfum sinnum meiri fosfór en vatn Nílar. Þetta er sannkallað
lifsins vatn, því þegar ánni hefur verið beint inn í hið nýja áveitu-
kerfi mun hún 'endurlífga víðáttumikið land beggja megin ár-
innar. Endur fyrir löngu vökvaði áin þetta land, en nú er það
líflaust og þurrt. En meiginhluta vatnsins mun verða beint þangað
sem þörfin er mest fyrir það — út í eyðimörkina. Frá Tahja-Tasj
mun meginskurðurinn liggja til suðvesturs og fylla gamla þurra
farvegi á leið sinni. Og þessi líflausa auðn með leifum af gömlum
sandfylltu áveitukerfi sem aðeins er hægt að koma auga á úr
lofti mun aftur iða af lífi og starfi og skrýðast grænum gróðri
á ný
Eftir sextíu kílómetra leið í sömu stefnu er Turkmen skurður-
inn kominn að sandauðninni í Trans-Úngus, sem er hluti af Kara-
Kúm eyðimörkinni og þaðan mun hann liggja 340 km. gegnum
eyðimerkursanda framhjá Saríkamisj lægðinni og er þá kominn
að vin sem kallast Tsjarisj-la. Hér byrjar farvegur Uzboj, árinnar
horfnu, með sundurgröfnum klettasillum sem áin féll eitt sinn
um í freyðandi straumi. Þetta lítur út eins og náttúran hafi verið
svo vingjarnleg að merkja í grófum dráttum leiðina sem áveitu-
skurðurinn skuli liggja eftir gegnum eyðimörkina.
Tvær stíflur verða byggðar í Uzboj-skurðinn til þess að mynda
uppistöður, sem tryggja að ævinlega verði hæfilega djúpt vatn
í skurðinum. Við þessar uppistöður verða byggðar raforkustöðvar.