Réttur


Réttur - 01.01.1951, Síða 39

Réttur - 01.01.1951, Síða 39
RÉTTUR 39 Nálægt Tahja-Tasj, þar sem stíflan verður, rennur Amú-Darja í þröngum fjalladal og farvegur hennar er þar beinn á löngum kafla, en ekki mjög breiður. Þegar stíflugarðurinn er kominn myndast hér geysistórt stöðu- vatn og frá því verður hægt að veita vatninu út í áveituskurðina eftir þörfum. Á leið sinni frá uppistöðunni út í aðalskurðinn mun vatnið fara í gegnum síur þar sem sandur og leir verður skilinn frá því, en jurtanæringarefnin munu haldast í upplausn. Nílardalurinn hefur verið frægur fyrir frjósemi frá ómuna tíð. Egyptar kölluðu land sitt gjöf Nílar vegna þess að áin vökvaði ekki aðeins dalinn heldur gaf honum einnig frjómagn sitt. Vatn Amu-Darju inniheldur níu sinnum meira kalí og einum og hálfum sinnum meiri fosfór en vatn Nílar. Þetta er sannkallað lifsins vatn, því þegar ánni hefur verið beint inn í hið nýja áveitu- kerfi mun hún 'endurlífga víðáttumikið land beggja megin ár- innar. Endur fyrir löngu vökvaði áin þetta land, en nú er það líflaust og þurrt. En meiginhluta vatnsins mun verða beint þangað sem þörfin er mest fyrir það — út í eyðimörkina. Frá Tahja-Tasj mun meginskurðurinn liggja til suðvesturs og fylla gamla þurra farvegi á leið sinni. Og þessi líflausa auðn með leifum af gömlum sandfylltu áveitukerfi sem aðeins er hægt að koma auga á úr lofti mun aftur iða af lífi og starfi og skrýðast grænum gróðri á ný Eftir sextíu kílómetra leið í sömu stefnu er Turkmen skurður- inn kominn að sandauðninni í Trans-Úngus, sem er hluti af Kara- Kúm eyðimörkinni og þaðan mun hann liggja 340 km. gegnum eyðimerkursanda framhjá Saríkamisj lægðinni og er þá kominn að vin sem kallast Tsjarisj-la. Hér byrjar farvegur Uzboj, árinnar horfnu, með sundurgröfnum klettasillum sem áin féll eitt sinn um í freyðandi straumi. Þetta lítur út eins og náttúran hafi verið svo vingjarnleg að merkja í grófum dráttum leiðina sem áveitu- skurðurinn skuli liggja eftir gegnum eyðimörkina. Tvær stíflur verða byggðar í Uzboj-skurðinn til þess að mynda uppistöður, sem tryggja að ævinlega verði hæfilega djúpt vatn í skurðinum. Við þessar uppistöður verða byggðar raforkustöðvar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.