Réttur - 01.01.1951, Page 52
52
RÉTTUR
inu skyldi ekki ákveðin fyr en þeim hefði gefizt kostur á
að ræða það mál á þjóðfundi. En Danir héldu hertogadæm-
unum fyrir milligöngu Nikulásar I. Rússakeisara, þó þeir
að vísu gætu efeki komið þeim undir grundvallarlögin. Þessi
málalok, ásamt sigri afturhaldsins í álfunni yfirleitt yfir
byltingahreyfingunni, voru undanfari þess að Trampe
greifi sleit þjóðfundimun 1851, samkvæmt fyrirfram gef-
inni skipun stjórnarinnar, þegar meirihluti hans tók þvert
fyrir að fallast á gildi gnmdvallarlaganna fyrir Island. Is-
land varð því, eins og hertogadæmin, í einskonar stjómar-
farslegu millibilsástandi. 1863 samþykkti danska ríkisþing-
ið að grundvallarlögin skyldu ná yfir hertogadæmin. Þetta
ógætilega spor leiddi til síðara Slésvíkurstríðsins (1864).
Danir biðu algeran ósigur og töpuðu hertogadæmunum til
Þjóðverja, þar með einnig Norðurslésvík, sem var að mestu
leyti dönsk. Tilslökunina í frumvarpinu 1867 gátu Islend-
ingar vafalaust þakkað ófönxm Dana 1864. Þjóðfrelsis-
flokkurinn setti mjög ofan við ófarimar og alríkisstefnan
varð óvinsæl. Valdið færðist meir og meir í hendur hins
aðalflokksins, Bændavinanna. Flokkur þessi var að nafni
til fulltrúi bændastéttarinnar sem heildar, en í raun og
vem réð þar lögum og lofum fámenn og forrík gósseigenda-
stétt. Árið 1864 vom gósseigendur um 1800 að tölu, kjami
stéttarinnar voru78 óðalseigendur (Fideikommisbesiddere)
og var nú tekið að velja forsætisráðherrana úr þeirra
hópi. Síhækkandi verð á landbúnaðarvörum á þessum ár-
um jók mjög veg og völd stéttarinnar. Tímar ófrjálslyndis
og afturhalds fóru í hönd. Árið 1866 var grundvallarlög-
unum breytt í afturhaldssamara horf. Landsþingið var
stofnsett og voru landsþingsmenn ýmist konungskjörnir
eða kosnir með mjög takmörkuðum (fjárbundnum) kosn-
ingarétti. Frijs Frijsenborg greifi, auðugasti gósseigandi
Danmerkur, var forgöngumaður þessarar breytingar, enda
var hann þá stjórnarformaður, Jóni Sigurðssyni leizt mjög
illa á þessa þróun, hann sagði um þetta leyti, að eftir 20