Réttur - 01.01.1951, Side 59
RÉTTUR
59
Þjóðvinafélagið.
Jón Sigurðsson var óþreytandi- að hvetja fylgismenn
sína til pólitískra samtaka og samskota. Eitt slíkt hvatn-
ingarbréf sendi hann mörgum þeirra í maí 1870, þar sem
hann skoraði á þá að afla samskotaf jár og senda sér sem
fyrst, ,,en ég skal halda fé því saman og setja á leigu
og gjöra grein fyrir á næsta þingi og búa svo undir að við
getum bundið fastara ráðlag vort málum vorum til fram-
kvæmda.“ Ennfremur vill hann að hver þeirra „haldi sam-
bandi við annan og við þá hina þingmennina, sem í vorum
flokki eru, einnig nái samtökum við líklegasta mann í hverri
af hinum sýslunum, sem vorir menn eru ekki í og sjáið
um að þar verði eins hagað til.“ Dreifibréf þetta má telja
að sé upphafið að Þjóðvinafélaginu, sem stofnað var í þing-
lok 1871 af öllum þjóðkjörnum þingmönnum nema tveim-
ur, Grími Thomsen og Þórarni Böðvarssyni. Félagið var
þó engan veginn bundið við þingmenn eina, það náði til
áhugamanna um allt land, eins og bréf J. S. ber með sér,
og hafði trúnaðarmenn í hverri sýslu. Þjóðvinafélagið var
því upphaflega nánast stjórnmálaflokkur, sem hafði innan
sinna vébanda aðeins þá, sem fylgdu stefnu Jóns Sigurðs-
sonar í stjórnbótarmálinu. Frá 1865 hafði brytt á nokkr-
um klofningi í liði þjóðkjörinna þingmanna útúr fjárhags-
málinu. Töldu nokkrir óheppilegt að tengja saman fjár-
hagsmálið og stjómarskrána og álitu auk þess, að Jón Sig-
urðsson gerði of háar f járkröfur á hendur Dönum. Hann
hélt því aftur á móti fram, að ekkert gæti þokað stjóm-
arbótarmálinu meira fram en einmitt fjárkröfumar, sem
reynzlan sýndi að var rétt. Þeir fimm þingmenn sem
ágreininginn gerðu 1865 voru nefndir miðlunarmenn. Þessa
menn taldi J. S. ekki í „sínum flokki“ og sendi þeim ekki
bréfið. I fyrstu skýrslu Þjóðvinafélagsins segir að sam-
þykkt hafi verið á stofnfundinum að félagið skyldi ekki