Réttur - 01.01.1951, Side 72
72
&ÉTTUR
þýðleg félagshyggjustefna, skyldari undirstéttahreyfing-
um samtímans, heldur en hagfræðikennimgum borgarastétt-
anna, sem þá voru að ryðja sér til rúms. Síður en svo
amaðisit Jón Sigurðsson við hinum fáu íslenzku kaupmönn-
um, sem sumir voru vinir hans og fylgismenn í stjómmál-
um, en orð hams í ,,Nýjum félagsritum“ 1872 sýna, að hann
hefði heldur kosið að þeir gerðust forgöngumenn verzlun-
arfélaga. Þar segir hann: „Það er óheppilegt og næstum
undarlegt, að aldrei hefir tekizt að stofna verzlunarfélög
undir forustu þessara manna, sem mætti þó sýnast, að
hefði verið bæði mögulegt og ágæta vel til fallið. Vér getum
varla hugsað oss aðra orsök til þess, heldur en tortryggnina,
eða hina einkennilegu tilfinning, sem stundum kemur í ljós,
að þeir sem gefi sig í verzlunarstétt, gefi sig um leið ur
íslenzku þjóðfélagi og gjörist mótstöðumenn landa sinna,
ef ekki landsóvinir, og þessi skoðun, svo fávísleg og skamm-
sýn sem hún annars er, hefir sína eðlilegu rót í einokunar-
lögunum, er gjörðu hverjum kaupmanni ómögulegt annað,
en að vera kúgarar íslands og Islendinga, annaðhvort vilj-
andi eða óviljandi.“ Jón vissi og vel, að verzlunarstefna
hans var ekki í samræmi við ríkjandi skoðanir samtímans.
Hann þekkti þau rök gegn félagsverzlunarfyrirkomulaginu,
að það myndi leiða til nýrrar einokunar með því að útiloka
samkeppni og svarar þeim svo: „Þegar ætti að gjöra ráð
fyrir þessikonar einokun, þá yrði félögin að vera sundruð
og eyðilögð og verzlun þeirra að vera komin í hendur ein-
stakra manna. Þegar félögin væri í fullu fjöri, og nálega
hver maður í héraðinu ætti þátt í þeim, meiri eða minni,
þá gæti slík félög aldrei orðið einokunarfélög, vegna þess
beinlínis, að þau gæti engan einokað nema sjálf sig.“
Eftir 1867, þegar sýnt var að stjórnin vildi ekki unna
íslendingum þess takmarkaða sjálfsforræðis, sem fólst í
frumvarpi alþingis þá, færðist nýtt fjör í verzlunarfélags-
hreyfinguna. Þá voru stofnuð verzlunarfélög víða um land-
ið og voru Gránufélagið og Félagsverzlunin við Húnaflóa