Réttur - 01.01.1951, Side 74
74
RÉTTUR
inginn hafði æðsta vald innanlands en laut dómsmálaráð-
herranum danska. Hann var miUigöngiumaður miili stjóm-
arinnar og alþingis, en óháður því. Landshöfðinginn tók
laun sín úr sjóði Islands, sem stjómin réð yfir áfram. Um
þetta fyrirkomulag sagði Jón Sigurðsson í Nýjum félags-
ritum 1872, að það væri „nýlendustjóm 1 dönskum skiln-
ingi, því öll önnur ríki, sem vilja kallast aðallönd og drottna
yfir hjálendum með því. að hafa þar landsstjóra af sinni
þjóð, bera allan kostnað sem þar af leiðir. Danir vilja hafa
Island sem nýlendu, en borga ekkert fyrir; þeir vilja hafa
danska menn til landsstjómar og útiloka Islendinga, en
þeir vilja hafa það á Islands kostnað“.
Stiftamtmannsembættið var lagt niður og varð Hilmar
Finsen að sjálfsögðu hinn fyrsti landshöfðingi. Hann var
af íslenzku bergi brotinn, en fæddur og uppalinn í Dan-
mörku og danskur nationalhberal í skoðunum. Hilmar var
borgarstjóri í Sönderborg á eynni Als þegar Þjóðverjar
tóku Suðurjótland. Missti hann því stöðu sína, og varð það
til þess að Krieger, sem var vinur hans, gerði hann að stipt-
amtmanni á Islandi. Svo er að sjá af dagbók Kriegers 9.
maí 1871, að Hiknar hafi dreymt um mikil völd á Islandi
og viljað gerast hér einvaldur jarl. Krieger segir svo: „Det
bliver mig mere og mere klart, at H. Finsen har forelsket
sig i den Idée at være islansk Vicekonge med et Skin af
Ansvar for Althinget, i Kraft af hvilket han blev saa godt
som uafhængig af Ministeren. Det kunde maaske gaae
med H. Finsen, men hvor findes en Eftermand? Lands-
höfdingen maa ganske være i Ministerens Haand“. Þetta
gæti að vísu bent til þess, að Hilmar hafi viljað sníða stjórn-
arfarið nær kröfum Islendinga en varð, og má í því sam-
bandi geta þess, að honum var þakkað stjórnarfrumvarpið
1867. En hvað sem Hilmar Finsen kann að hafa lagt til
mála, er víst, að hann gekk greiður að því, sem stjórnin
vildi. Stofmm landshöfðingjaembættisins var nýtt hnefa-
högg framan í þjóðarviljann, nú þótti endanlega sýnt að