Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 79
RÉTTUR
79
inn að komast í algleyming og létu margir í ljós, að ef ekki
fengist viðunanleg lausn stjórnarskrármálsins, væri ekki
annað fyrir hendi en „flýja á frjálsari stöðvar“, eins og
það var orðað. Var jafnvel ymprað á þessu í bænarskrám
til alþingis. Orsakir útflutninganna munu þó ekki hafa
verið nema að litlu leyti pólitísks eðlis, þó það væri stund-
um látið í veðri vaka. Afdrifaríkust munu þessi baráttuár
hafa orðið fyrir þróun hinna pólitísku hugmynda og stefnu-
miða. Nú var farið að ræða um ,,personalunion“ og „real-
union“, hugtök sem alþýða manna þekkti ekki. Hugmyndir
maima um framtíðarsamband Islands og Danmerkur virð-
ast oft hafa svifið í lausu lofti. Stefna Jóns Sigurðssonar
var að vísu frá öndverðu sú, að Xsland yrði í raun og veru
í konungssambandi einu við Danmörku, enda væri svo að
réttum lögum. Meiri hlutinn á þjóðfundinum byggði á þess-
ari skoðun, því að þótt hann gerði ráð fyrir „sameigin-
legum málum“, þá ætlaðist hann auðsjáanlega til að skipan
þeirra yrði ákveðin með sérstökum samningi milli jafn-
rétthárra aðila, en ekki með sameiginlegum grundvallar-
lögum. Stjómarskrárfrumvarp þingsins 1873 sýnir, að þá
er stefnan enn hin sama hvað þetta snertir. Þar er kon-
ungur og konungserfðir eina óuppsegjanlega bandið milli
landanna, en „hver önnur mál skuli vera sameiginleg með
Islandi og Danmörku og á hvem hátt ísland skuli taka þátt
1 þeim, skal komið undir samkomulagi1', stendur þar. Sam-
kvæmt því þurftu engin mál að vera sameiginleg, fremur en
um semdist, önnur en konungssambandið. Annað mál er
það, að Jón Sigurðsson og flestir samherjar hans hafa
litið svo á, að ísland gæti ekki tekið öll mál sín í eigin hend-
ur eins og ástatt var, þó að þeir vildu ekki binda hendur
framtíðarinnar meira en óhjákvæmilegt var. En samkomu-
lagsfrumvarpið 1867 sýndi að þeir vom við því búnir að
þurfa að slaka á kröfunum, ef nokkur stjórnarbót ætti
að fást.
Eftir að stöðulögin vom sett, fór að brydda á þeirri