Réttur - 01.01.1951, Qupperneq 80
80
RÉTTUR
skoðun, að ekki bæri að líta við öðru en hreinu persónu-
sambandi. Miðlunin 1867 var gagnrýnd og talin hafa gefið
stjóminni átyllu til að setja stöðulögin. Einnig var því
haldið fram, að stjórnskipunarmálið skyldi tekið til með-
ferðar á þjóðfundi, en ekki á alþingi, sem aðeins var ráð-
gefandi. Þessar skoðanir komu að vísu lítið fram opinber-
lega, en það sýndi sig á Þingvallafundinum 1873, að þær
höfðu mikil ítök innan meirihlutaflokksins. Auðvitað var
ekki hugsanlegt eins og á stóð, að Danir fengjust til að
leggja málið að nýju fyrir þjóðfund og sama mátti segja
um persónusambandskröfuna. Allt tal um konungssam-
band eitt var sama og að heimta skilnað. Og skilnaðarhug-
myndinni skaut líka upp á þessum árum í fyrsta sinn.
Hinn 29. október 1872 héldu þingeyskir bændur fund að '
Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði. Um fimdinn er stutt
skýrsla í Norðanfara eftir Benedikt prófast Kristjánsson
í Múla (síðar alþm.). Segir þar að rætt hafi verið ,,ýms
nauðsynjamál, er lúta að búnaði vorum og stjórnarhög-
um, svo sem Gránufélagsmál o. fl.....Með því að hin
ýmsu málefni sem komu til umræðu á fundinum, voru sum
þess eðlis, að þau varða eigi almenning, en sum urðu eigi
rædd til lykta, þá er einungis að geta þess sem hins helzta
er gjörðist á fundinum, að hann ályktaði í einu hljóði, að
það væri mjög æskilegt, að vér íslendingar kæmum saman
á fund við Öxará næsta vor, til að ræða hin helztu velferð-
armál vor“. Þetta er vægt til orða tekið, því að af öðrum
heimildum (bréfum) má sjá, að ályktun fundarins fór í þá
átt, að Þingvallafundurinn fyrirhugaði yrði reglulegur
þjóðfundur, er semdi stjórnarskrárfrumvarp sem síðan
yrði flutt konungi milliliðalaust. Að Benedikt Kristjáns-
son þegir um þetta í Norðanfara, stafar af því, að Þingey-
ingar ætluðu að sameina kröfur manna á Norðurlandi um
þetta atriði. Annað gerðist einnig á þessum fundi, sem
’ B. K. þegir um. Þar var lesin upp ritgerð eftir Einar Ás-
mundsson í Nesi, þar sem hann vegur að sjálfu konungs-