Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 84
84
RETTUR
vopnum“, eins og Páll Vídalín orðaði það. Stjórnin hefði
áreiðanlega litið á þetta sem hreina uppreisn og hagað
sér samkvæmt því. Og að verja landið með vopnum fyrir
dönskum her, lét sér víst enginn til hugar koma í alvöru.
Ef til vill stendur það í sambandi við skilnaðarhugmynd-
ina og umræður um hana, að skólapiltar í Reykjavík settu
fram eftirfarandi spurningu og svar við í skrifuðu skóla-
blaði: „Hvernig á að verja fsland fyrir her upp á 14
þúsund, ef maður fengi vistir, svo eigi þurfi að bera kvíð-
boga fyrir öðru en verjast?“ Indriði Einarsson skrifar
svarið og er það út af fyrir sig nógu skemmtileg hernað-
aráætlun, ekki sízt fyrir það, að höfundurinn byggir hana
á skæruhernaðaraðferðinni, sem herfræði þeirra tíma við-
urkenndi ekki, þó hún væri þekkt í hemaðarsögunni. Ind-
riða reiknast svo til, að Islendingar geti boðið út 8000
manna liði. Væri það að sjálfsögðu bæði óæfðara og ver
vopnum búið en innrásarliðið. fslendingar mundu því hvorki
geta varnað því landgöngu né lagt til höfuðorustu. Land-
göngustaður innrásarhersins yrði sennilega í grend við
Reykjavík, því að suðurströndin er hafnlaus, austur og
vesturströndin of fjöllótt og torsótt, en á Norðurlandi
myndi enginn hershöfðingi setja lið á land, sökum hafís-
hættu. Frá Reykjavík sækti árásarliðið fram, og yrði ráð-
legast fyrir íslendinga, að skipa liði sínu í smáflokka og
„setja sig fastan í hvert skarð og hverja kleif“ og gera
innrásarhernum „svo illt, sem verða má.“ Þannig skyldi
haldið undan til fjalla, og byggðin eydd og þess beðið að
vetur gengi í garð. Þá yrði innrásarherinn að setjast um
kyrt, en íslendingar, sem væru vanari vetrarhörkunum,
hæfu gagnsókn: „Hvað haldið þér, kærir bræður, að yrði
úr Baunverjanum okkar, ef hann væri í herbúðum og allur
þorri manna væri orðinn hálffrosinn af kulda og hálf dauður
úr hungri, ef gjört væri áhlaup á hann með rösku liði um
* Birt í Lesbók Morgunbl. 1942.