Réttur - 01.01.1951, Síða 86
86
RÉTTUR
Tilgangur fundarhaldsins var í upphafi sá að sýna að
þjóðin stæði bak við þingmeirihlutann í stjórnskipunar-
málinu. Hafði sérstakt tilefni gefizt til þess, því að hinir
konimgkjömu höfðu gerst svo djarfir að fullyrða í ávarpi
sem þeir sendu konungi í þinglok 1871, að þjóðin stæði
ekki bak við þingmeirihlutann. Héldu Danir þessu mjög
á lofti, sem von var. Undu meirihlutamenn þessu illa og
vildu fyrir hvern mun hnekkja því, en ekki voru þeir á
eitt sáttir um aðferðina til þess. Sumir vildu koma af stað
almennum undirskriftum undir allsherjar ávarp eða bæn-
arskrá, er skyldi sýna þjóðarviljann, en ekkert varð úr
því. Halldór Jónsson prófastur á Hofi skrifar Jón Sigurðs-
syni 1872, að þar um slóðir væri hafin atkvæðagreiðsla með
eða móti meirihlutaflokknum, en ekki var það ráð almennt
tekið. Það varð ofaná að halda Þingvallafund með kjörn-
um fulltrúum úr hverju kjördæmi og skyldi enginn þeirra
vera alþingismaður.
Fundurinn var haldinn á vegum Þjóðvinafélagsins. Vara-
formaður þess, Halldór Kr. Friðriksson, boðaði til hans.
Páll E. Ólafsson segir í ævisögu Jóns Sigurðssonar, að hann
hafi verið aðalhvatamaður fundarins, og vitnar í eitt bréf
J. S. því til stuðnings. En bréf sem Halldór Friðriksson
hefur skrifað, sanna að hvorki hann né Jón Sigurðsson
voru hvatamenn þess að fundurinn var haldinn, heldur for-
kólfar Þingeyrafundarins 5. marz. H. Kr. F. segir í bréfi
7. des. 1872 til Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum:
„Um pólitíkina er ekkert að segja. Páll Vídalín skrifaði
mér í haust og skoraði á mig að kalla saman Þingvalla-
fund í vor. Ég skrifaði honum aftur og kvaðst mundu
gjöra það ef það væri almenn ósk, enda þótt ég aldrei
hefði verið mikið áfram um Þingvallafund og sæi lítið lið
að honum og áliti miklu meira gagn að héraðsfundum og
bænaskrám frá þeim til alþingis. Nú ritaði hann mér aftur
fyrir skömmu, að þú og aðrir á Þingeyrafundinum hefðuð
verið á sama máli og ég, en nú væru Þingeyingar uppvægir