Réttur - 01.01.1951, Page 87
með þennan fund.* Ég segi enn hið sama og áður, að ég skuli
gjarnan stofna til fundarins ef allir séu á honum [Þ. e. séu
því samþykkir að halda hann], þó ég sjái lítið gagn að
honum. En af því leiðir, að þið þingmennirnir verðið að fá
upp vilja manna í þessu efni.----En ég hef hugsað mér
hann svo, að hver sýsla kysi tvo menn á fundinn og engan
alþingismann og borgi þeim förína. Ef enginn alþingis-
maður er þar, þá geta mótstöðumenn vorir eigi sagt, að
þar sé aðeins meirí hlutinn, sem sé að berja fram blákalda
skoðun sína, sem eigi sé skoðun almennings."
25. marz segir H. Kr. F. ennfremur í bréfi til sama
manns:
„Enda þótt ég telji enn, eins og ég hefi talið, að lítið
gagn muni að Þingvallafundi, lét ég þó tilleiðast eftir beiðni
Þingeyrarfundarins 6. [á að vera 5.] þ. m. að kalla saman
Þingvallafund." Og 23. s. m. skrifar hann Jóni Sigurðs-
syni (forseta): „Þeir hafa fengið mig til að stefna til Þing-
vallafundar og það gjöri ég í því trausti, að þú verðir þá
kominn og getir farið þangað.“
Þessi orð H. Kr. F. skera alveg úr um það að þeir norð-
anmenn hafa ráðið úrslitiun um fundarhaldið og auk þess
sýna þau, að hann hefur haft veður af að þeir vildu beina
málinu inn á brautir, sem hann taldi ekki færar, og treyst
Jóni Sigurðssyni manna bezt til að afstýra því.
Bréf Jóns um Þingvallafundinn, sem P. E. Ól. vitnar í,
er svarbréf til H. Kr. F., dagsett 16. apríl. Það er því skrif-
að þegar J. S. veit að fundurinn er ákveðinn, og í því felst
ekki annað en samþykki hans sem forseta Þjóðvinafél. og
holl ráð til H. Kr. F. um að hafa fundarboðanirnar „loyal“,
svo að fundurinn verði ekki bannaður. 1 bréfi einu til Eiríks
Magnússonar minnist J. S. á fundinn á þessa leið: „Nú er
farið að boða til þingvallafundar.------Þeim konungs-
* Þingeyrafundur sá, sem H. Kr. F. á hér við var haldinn 20.
sept. 1872. Jón á Gautl. var þar, en ekki á Þingeyraf. 5. marz 1873.